Ósar gefur til samfélagsins

Ósar og dótturfélögin eru félög á sviði heilsu og heilbrigðis sem gegna mikilvægu og samfélagslega ábyrgu hlutverki.

Leiðarljós í samskiptum

Á árinu hefur mikil vinna farið fram meðal starfsfólks við að þróa og innleiða samskiptasáttmála Ósa. Leiðarljósin vísa okkur veginn í samskiptum og eru stór þáttur í að skapa jákvæða og góða vinnustaðamenningu.

  1. Við komum vel fram hvert við annað
  2. Við tölum við fólk en ekki um fólk
  3. Við hlustum af athygli og sýnum áhuga
  4. Við segjum það sem okkur býr í brjósti og veljum stað og stund
  5. Við gætum hvert annars og veitum stuðning
  6. Við deilum hugmyndum og fögnum ólíkum sjónarmiðum
  7. Við höfum rými til að læra og þroskast í samskiptum
  8. Við nýtum tækifærin til að hrósa hvert öðru

Leiðarljósin eru til þess ætluð að leiðbeina og styrkja okkur í samskiptum og eru þau orðin mikilvægur hluti af daglegum störfum og samskiptum í samsteypunni. 

Heilsuvikur Ósa

Í september og október stóðu Ósar fyrir heilsuvikum fyrir allt starfsfólk samstæðunnar. Heilsuvikunum er ætlað að hvetja fólk til að skoða venjur sínar og finna sína leið í átt að bættri heilsu, hvort sem það er andleg eða líkamleg heilsa. Á þessum vikum hefur starfsfólk fengið fyrirlestra úr ýmsum áttum, meðal annars um hreyfingu, andardrátt og hvernig hann hefur áhrif á heilsuna, hvernig minnka má óreiðu í umhverfinu og þannig streitu og góð ráð um hvernig hægt er að nærast vel svo fátt eitt sé nefnt. Þá hefur starfsfólk einnig farið í göngutúra í hádeginu, farið í jakkafatajóga og deilt sigrum og hvatningu hvort með öðru. Heilsuvikurnar hafa verið gefandi og skemmtilegar fyrir öll sem tóku þátt og hvetjandi að fara inn í haustið með jákvæða orku og góð ráð í farteskinu.

Ósar hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

Það gleður okkur að tilkynna að Ósar hefur hlotið Jafnvægisvogina árið 2023. Viðurkenningin var veitt við hátíðlega athöfn af forsetafrú Íslands, Elizu Reid, en það er FKA, félag kvenna í atvinnulífinu, sem veitir viðurkenninguna. Yfirlýst markmið jafnvægisvogarinnar er að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi.

Ósar er vel að viðurkenningunni komið þar sem kynjahlutfall er hnífjafnt í stjórn og framkvæmdastjórn samstæðunnar.

Á undanförnum árum hafa rannsóknir á málefninu leitt í ljós mikilvægi kynjajafnrar forystu. Fyrirtæki með slíkt jafnvægi sýna alla jafna betri stjórnunarhætti, leggja aukna áherslu á samfélagslega ábyrgð og sýna fram á aukin gæði í þjónustu og rekstri.

Jafnréttismál halda áfram að vera Ósum hugleikin í öllu okkar starfi og við erum stolt af þessari viðurkenningu.

Tannheilsusvið Icepharma

Tannheilsusvið Icepharma var formlega sett á laggirnar í ágúst 2023.

Þessi nýja deild þjónustar tannlækningageirann með úrvals lausnum og þjónustu, m.a. Straumann tannplantakerfið, Clear Correct tannréttingaskinnur, stafrænum lausnum frá 3Shape og ýmislegt annað.

Tækni innan tannheilsugeirans þróast ört og byggist æ meira á stafrænum lausnum.

Tannlæknar hitta daglega breiðan hóp skjólstæðinga og við hjá Icepharma höfum þarfir þeirra að leiðarljósi. Við viljum hjálpa okkar viðskiptavinum að veita fyrsta flokks meðferð sem stuðlar að góðri tannheilsu þjóðarinnar.

H verslun opnar nýja verslun!

H verslun hefur opnað nýja verslun í sama húsnæði og fyrri verslunin að Bíldshöfða 9. Nýja verslunin sérhæfir sig í vörum fyrir fótbolta og körfubolta en þar er meðal annars hægt að fá skófatnað, bolta og búninga ásamt því að fá félagsbúninga merkta. Verslunin er sérstaklega glæsileg og mikil upplifun fyrir boltaáhugafólk. Við bjóðum ykkur velkomin til okkar á Bíldshöfða 9.

Niðurbrjótanlegir hanskar

Icepharma hefur hafið samstarf við PROSENSO um sölu og markaðssetningu á byltingarkenndum ósterílum hönskum hérlendis. Þetta eru nítril hanskar án púðurs sem eru með nýrri og einstakri formúlu NBR (Nitrile Butadiene Rubber) sem gerir hönskunum kleift að brotna niður í umhverfi loftháðra og loftfirtra örvera á urðunarstöðum. Í ákjósanlegu umhverfi brotna PROSENSO™ hanskarnir niður á minna en þremur og hálfu ári. Til samanburðar tekur sambærilega nítril hanska allt að 100 ár að brotna niður.

Icepharma tekur þátt í Nýsköpunardegi hins opinbera

Þann 23. maí síðastliðinn tók Icepharma þátt í Nýsköpunardegi hins opinbera. Markmið Nýsköpunardagsins er að stuðla að auknum opinberum innkaupum á nýsköpun með sérstakri áherslu á lausnir sem skapa sparnað í opinberum rekstri.

Hjörtur Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri á heilbrigðissviði Icepharma, hélt þar erindi um velferðartækni og hvernig Icepharma er leiðandi í velferðartæknilausnum sem auka gæði þjónustu ásamt því að spara kostnað og minnka álag á starfsfólk í heilbrigðiskerfinu.

Hér til hliðar má sjá erindi Hjartar.

Vörutorg Icepharma

Vörutorg Icepharma er aðgengilegur og þægilegur vefur þar sem hægt er að skoða og panta úr breiðu vöruúrvali Icepharma og Parlogis. Um 360 viðskiptavinir hafa í dag aðgang að Vörutorgi Icepharma þar sem þeir geta pantað vörur með rafrænum hætti og kallað fram yfirlit yfir fyrri pantanir og kaupsögu og nýtt sér svokölluð flýtikaup sem gera þeim kleift að panta sömu vöruna endurtekið með afar skjótum hætti. Fjöldi notenda notar torgið einnig sem upplýsingavef og eru heimsóknir inn á vef Vörutorgsins að meðaltali um 3000 í hverjum mánuði. Icepharma er beintengt við Parlogis sem sér um tiltekt og afhendingu á vörum til viðskiptavina Icepharma og þannig er kaupferlið milliliðalaust og afar einfalt, hraðvirkt og þægilegt fyrir viðskiptavini.

Luja™ aftöppunarþvagleggur fyrir karlmenn

Luja™ er fyrsti og eini aftöppunar þvagleggurinn með Micro-hole Zone Technology, sem er hannaður til að minnka áhættu á þvagfærasýkingum* Þegar þvagrennsli hættir er þvagblaðran algerlega tóm. Tilfærsla á þvaglegg er því ekki nauðsynleg.

Ný H verslun

Þann 2. september 2022 opnuðu dyrnar að nýrri H verslun að Bíldshöfða 9. Verslunin er öll hin glæsilegasta og þar má finna mörg heimsleiðandi merki fyrir heilbrigðan og virkan lífsstíl. Sandra Sif Magnúsdóttir, Deildastjóri verslunar hjá heilsu- og íþróttasviði Icepharma, er stolt af þrotlausri vinnu starfsfólk síðustu mánuði til að ná að opna þessa verslun sem óhætt að segja er í heimsklassa. Samhliða opnun nýrrar verslunar var farið í alsherjar yfirhalningu á vörumerkinu og því er ásýnd verslunarinnar ný og fersk.