Fræðsluerindi um kvenheilsu í boði Icepharma
14/09/2023
Akademía Icepharma var haldin með pompi og prakt í byrjun september þar sem starfsfólki apóteka á höfuðborgarsvæðinu var boðið að koma í heimsókn, fræðast og njóta veitinga og góðrar samveru. Þemað í ár var Kvenheilsa þar sem gestir hlýddu á fræðsluerindi frá þeim Ásdísi Rögnu, grasalækni og Hönnu Lilju, stofnanda GynaMedica á Íslandi.
Viðburðurinn var gríðarlega vel sóttur og góðar umræður mynduðust í kjölfar erindanna. Þá gafst starfsfólki apótekanna sömuleiðis tækifæri á því að fá kynningar á vörum og þjónustu Icepharma, er snúa að kvenheilsu.
Icepharma mun halda áfram að miðla fróðleik og vörum til kvenna sem allar eiga það sameiginlegt að styðja við og efla kvenheilsu, hver með sínum hætti.
Hér má nálgast stutt myndband frá viðburðinum.
Fleiri fréttir
Þann 2. september opnuðu dyrnar að nýrri H verslun að Bíldshöfða 9. Verslunin er öll hin glæsilegasta og þar má
Icepharma hefur lengi verið með umboð fyrir Natracare tíðarvörunum sem eru unnar úr lífrænni bómull og eru án allra eitur-,
Icepharma hefur hafið samstarf við PROSENSO um sölu og markaðssetningu á byltingarkenndum ósterílum hönskum hérlendis. Þetta eru nítril hanskar án