Sjómenn tóku vel í heilsueflandi heilsuáskorun Nettó

11/10/2023

Í kjöl­far Heilsu- og lífs­stíls­daga Nettó, spratt upp hug­mynd að sam­starfs­verk­efni sem nú hefur verið efnt til. Verk­efnið ber yf­ir­skrift­ina; Heilsu­áskor­un til sjó­manna og hef­ur áhöfn­in um borð í frysti­tog­ar­an­um Tóm­asi Þor­valds­syni, sem sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Þor­björn hf í Grinda­vík ger­ir út, tekið áskor­un­inni. 

„Við hjá Nettó erum ákaf­lega ánægð að vera sam­starfsaðili í þessu skemmti­lega heilsu­efl­andi átaki sjó­manna,“ seg­ir Ingi­björg Ásta Hall­dórs­dótt­ir, markaðsstjóri Nettó.
 

Öðrum út­gerðum til eft­ir­breytni

Ei­rík­ur Óli Dag­bjarts­son, út­gerðar­stjóri Þor­bjarn­ar hf, tek­ur í sama streng og er hæst­ánægður með verk­efnið og þá sem að því standa. „Við lít­um svo á að þetta sé verðugt og skemmti­legt sam­starfs­verk­efni. Við höf­um mætt mik­illi fag­mennsku hjá Nettó, Ásdísi Rögnu grasa­lækni og Óla Baldri einkaþjálf­ara,“ seg­ir hann. 

„Við höfðum verið að skoða að fara í eitt­hvert svona verk­efni með Nettó þegar Ein­ar Hann­es Harðar­son, formaður Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lags Grinda­vík­ur og vinnslu­stjóri um borð í Tóm­asi, kom til okk­ar með þessa hug­mynd. Þannig þetta hitti vel á,“ seg­ir Ei­rík­ur Óli um upp­haf sam­starfs­verk­efn­is­ins. 

„Við erum til­bú­in að leggja tölu­vert á okk­ur til að stuðla að heilsu­efl­ingu og vera öðrum út­gerðum og áhöfn­um til fyr­ir­mynd­ar. Við lít­um á þetta sem hluta af okk­ar starfs­manna­stefnu og vilj­um gera vel við okk­ar sjó­menn. Það skipt­ir miklu máli að þeir nær­ist vel og hugi vel að heils­unni – sjó­mennsk­an er hörku­vinna,“ seg­ir Ei­rík­ur og vís­ar í starfs­um­hverfi sjó­manna sem oft ein­kenn­ist af óreglu­leg­um vinnu­tíma, löng­um vökt­um og erfiðum aðstæðum. 

„Við höf­um trú á að bætt mataræði og lík­ams­rækt komi til með að hafa já­kvæð áhrif á heilsu­far okk­ar manna,“ seg­ir Ei­rík­ur og tel­ur marg­vís­leg­an ávinn­ing hljót­ast af  heilsu­efl­ingu.  

Heils­an höfð í fyr­ir­rúmi 

Áhöfn­in á Tóm­asi Þor­valds­syni hélt til veiða í mánaðarlang­an túr síðdeg­is í gær. Kokk­ur­inn um borð, Vil­hjálm­ur Lárus­son, hef­ur nú þegar sett sig í stell­ing­ar og er spennt­ur fyr­ir kom­andi áskor­un. Áður en lagt var af stað frá bryggju tók Vil­hjálm­ur kost­inn und­ir hand­leiðslu Ásdís­ar Rögnu Ein­ars­dótt­ur, grasa­lækn­is og meist­ara­nema í lýðheilsu­vís­ind­um. 

„Þessi kona kann sitt fag,“ seg­ir Vil­hjálm­ur. „Við fór­um sam­an í Nettó og keypt­um inn öll hrá­efni sem þarf fyr­ir til að setja sam­an nýj­an og heilsu­sam­leg­an mat­seðil. Hún fór yfir þetta allt sam­an með mér og það var mjög lær­dóms­ríkt,“ út­skýr­ir Vil­hjálm­ur en Ásdís kem­ur til með að vera áhöfn­inni inn­an hand­ar á meðan á áskor­un­inni stendur. 

Skömmu áður en áhöfn­in á Tóm­asi Þor­valds­syni hélt til veiða mættu þær Ingi­björg Ásta og Ásdís um borð til að af­henda áhafn­ar­meðlim­um ýmis víta­mín. 

„Hver og einn fékk veg­leg­an bæti­efnapakka í sam­starfi við NOW sem inni­held­ur fjölvíta­mín, Omega fitu­sýr­ur og D-víta­mín og all­ir til­bún­ir í að tak­ast á við áskor­un­ina,“ seg­ir Ingi­björg og bend­ir á að í heilsu­blaði Nettó megi finna fjöld­ann all­an af fróðleik um heilsu­sam­leg­an lífs­stíl. 

Fleiri fréttir