Fyrst með stóma yfir Ermarsundið

09/05/2022

Sigríður Lárusdóttir 57 ára lífeindafræðingur lætur ekkert stoppa sig og ætlar sér taka þátt í boðsundi yfir Ermarsundið þrátt fyrir vera með stóma. Icepharma gerðist nýlega stoltur styrktaraðili Sigríðar og vill leggja sitt af mörkum við vekja athygli á málefninu.

Sagan hennar Sigríðar Láru spannar heil 33 ár en þá fæddi hún sitt fyrsta barn. Óhætt er að segja að fæðingin hafi ekki gengið sem skyldi en frá henni hefur Sigríður farið í hátt á annan tug aðgerða og inngripa í þeim tilgangi að reyna að bæta lífsgæði sín. Þrátt fyrir þessa krefjandi og erfiðu vegferð hefur Sigríður lagt sig fram við að lifa lífinu til fullnustu, hreyft sig og stundað ævintýralega útivist.  

Ristilstóma eini kosturinn 

Árið 2021 komust læknar Sigríðar að þeirri niðurstöðu að það væri enginn annar kostur eftir en að Sigríður færi í aðgerð og fengi ristilstóma. Hófst þá nýr taktur í lífi Sigríðar þar sem hún þurfti að læra að lifa lífinu með stóma og láta nýja drauma rætast.  

Talandi um drauma hafði Sigríður heyrt af hópi kvenna sem að ætlaði sér að synda boðsund yfir Ermarsundið í júní 2022. Sigríði fannst hugmyndin spennandi og ákvað að slást í hópinn enda hefur hún verið dugleg að stunda sjóböð og sjósund og líður hvergi betur en undir sjávarborðinu. 

Staðráðin í að ná markmiðinu 

Tíminn frá aðgerðinni hefur ekki verið án áskorana en Sigríður stoppar hvergi þegar kemur að því að leita lausna við að lifa eins innihaldsríku lífi og hún mögulega getur miðað við aðstæður. Sigríður er staðráðin í því að láta stómann ekki stoppa áætlanir sínar um sundið yfir Ermarsund enda er ljóst að ef henni tekst ætlunarverk sitt þá verður hún fyrsti stómaþeginn í heiminum sem syndir Ermarsundið. Það er ljóst að Sigríður vill vera öðrum stómaþegum góð fyrirmynd og ætlar hún sér að vekja athygli á því með aðstoð og fræðslu fagfólks og góðum stómavörum að vel er hægt að sigrast á þeim áskorunum sem fylgja því að vera með stóma.

Frá vinstri: María Bragadóttir (fjármálastjóri), Geirþrúður Pálsdóttir (deildarstjóri Coloplast), Sigríður Lárusdóttir (kjarnakona og sundkappi) og Sigrún Hrund Gunnarsdóttir (viðskiptastjóri hjá Coloplast).

 

Fleiri fréttir