H verslun opnar nýja boltabúð
05/11/2023
H verslun heldur áfram að vaxa og á haustmánuðum opnaði ný boltabúð á Bíldshöfða og hefur hún hlotið góðar viðtökur frá fyrsta degi. Með boltabúð H verslunar myndast aukinn fókus á vöruframboð og þjónustu við iðkendur í fótbolta og körfubolta, ásamt áfrahaldandi samstarfi og þjónustu við íþróttafélög og samstarfsaðila.
H verslun leggur ríka áherslu á heilsu og heilsueflingu, með sölu á vörumerkjum sem eru öll leiðandi og fremst í sinni röð, hvert á sinn hátt. Má þar nefna vörumerki á borð við Nike, Now Foods, Speedo, Camelbak, Sonett, Calvin Klein og MUNA. Þá er sömuleiðis lögð rík áhersla á heilsueflingu í gegnum allskyns viðburði og námskeið sem verslunin stendur fyrir, að ógleymdum H klúbb, sem telur yfir 20 þúsund Íslendinga, sem fá reglulega markpósta og annað heilsutengt efni.
Í H verslun er einnig að finna H bar sem býður hollari og betri valkost þar sem gamli góði hafragrauturinn sem við þekkjum svo vel hefur öðlast nýtt líf og hvert hráefni er valið með ást og umhyggju fyrir heilsunni.
H verslun styður þannig vel við stefnu Ósa, með því að stuðla að bættri heilsu og heilbrigðum lífsstíl og er sannarlega mikilvægur partur í lífæð heilbrigðis.
Fleiri fréttir
Icepharma styrkir Krabbameinsfélagið um 150kr. af hverjum seldum Curaprox tannbursta merktum Bleiku slaufunni. Icepharma tekur þátt í söfnunarátaki Bleiku slaufunnar
Icepharma hefur hafið samstarf við PROSENSO um sölu og markaðssetningu á byltingarkenndum ósterílum hönskum hérlendis. Þetta eru nítril hanskar án
Sigríður Lárusdóttir 57 ára lífeindafræðingur lætur ekkert stoppa sig og ætlar sér að taka þátt í boðsundi yfir Ermarsundið þrátt