Lífsnauðsynlegt lyf að utan á 24 klukkustundum

15/05/2023

Þar sem Ísland er lítil eyja með aðeins um 360.000 íbúa er framboð markaðssettra lyfja og lækningatækja mun minna en t.d. í nágrannalöndunum. Sú staðreynd gerir það að verkum að heilbrigðiskerfið þarf í meira mæli að reiða sig á svokölluðum undanþágulyfjum og flýtisendingum lækningatækja heldur en stærri lönd. Beiðni um útvegun undanþágulyfja eða lífsnauðsynlegra lækningatækja kemur oft með mjög skömmum fyrirvara. Parlogis hefur komið sér upp mjög öflugum og fljótvirkum ferlum í samstarfi við þétt net erlenda birgja, viðskiptavini, og flutningsaðila til að bregðast við slíkum beiðnum sem er hluti af daglegri starfsemi Parlogis og er lífsnauðsynleg þjónusta fyrir heilbrigðiskerfið og almenning. Yfirleitt nægir tímanlega séð að útvega lyfin eða lækningatækin með hefðbundum flug- eða flýtisendingum en sú staða kemur einstaka sinnum upp að útvega þurfi vörur innan fárra klukkustunda erlendis frá þar sem mannslíf gætu verið í húfi.

Slík staða kom upp á laugardaginn þar sem óvanalega mikið magn hafði verið notað af lífsnauðsynlegu lyfi hjá LSH og ekki var hægt að útvega lyfið með hefbundnum leiðum fyrr en í fyrsta lagi á mánudagskvöldi. Landspítalinn hafði samband við neyðarsíma Parlogis kl. 14 á laugardaginn sem í kjölfarið virkjaði net samstarfsaðila sinna og tókst að útvega lyfið í tæka tíð erlendis svo hægt væri að koma því á flugvöll og fljúga með það til Íslands með svokölluðum “handheld courier” á sunnudagsmorgni. Lyfið var afhent Landspítalanum fyrir kl. 12 daginn eftir, eða innan við 24 klst. frá því að beiðni barst og starfsmaður Parlogis var mættur upp á spítala til að framkvæma nauðsynlegt gæðaeftirlit.

Starfsfólk Landspítalans var mjög þakklátt þessum skjótu viðbrögðum og sögðu þessar aðgerðir hafa bjargað mannslífi. Svona neyðartilfelli koma sem betur fer ekki oft upp en þegar það gerist erum við tilbúin að leggja mikið á okkur til að hjálpa. Þessi saga sýnir mikilvægi starfsemi Parlogis og Ósa sem þjónustuaðili og bakhjarl fyrir íslenska heilbrigðiskerfið ásamt nauðsyn þess að vera með þétt net birgja og samstarfsaðila sem eru reiðubúnir til að bregðast hratt við, óháð tíma og dag.

Fleiri fréttir