Heilsuvika Ósa

10/11/2021

Í síðustu viku var heilsuvika Ósa haldin þar sem markmið var að virkja starfsfólk til að huga að heilsunni saman. Alla daga vikunnar var boðið upp á fjölbreytta heilsueflandi dagskrá þar sem starfsfólk ýmist miðlaði þekkingu sinni til samstarfsfólks, svo sem í formi heilsumarkþjálfunar og vörukynningar, eða efldi hvert annað til heilsueflandi iðkunar, svo sem sjósunds og fjallgöngu. Starfsmenn Ósa eru öflugir þegar kemur að heilsueflingu og heilsuvikan heppnaðist því mjög vel þrátt fyrir að hafa litast af ýmsum takmörkununum vegna covid. Stefnt er að því að heilsuvikan verði héðan í frá árlegur viðburður fyrir starfsfólk Ósa.

María Braga er fjármálastjóri Ósa. María hefur stundað bardagaíþróttina Taekwondo í mörg ár, er marfaldur Íslandsmeistari í greininni og starfar sem þjálfari í Taekwondo-deild KR. Í heilsuvikunni hélt María örnámskeið í sjálfsvörn fyrir kvenkyns starfsmenn samstæðunnar og dætur þeirra.

Fleiri fréttir

  • Nýsköpunardagur hins opinbera

Icepharma tekur þátt í Nýsköpunardegi hins opinbera

08/06/2023|

Þann 23. maí síðastliðinn tók Icepharma þátt í Nýsköpunardegi hins opinbera. Markmið Nýsköpunardagsins er að stuðla að auknum opinberum innkaupum á nýsköpun með sérstakri áherslu á lausnir sem skapa sparnað í opinberum rekstri. Hjörtur Gunnlaugsson,

Minni hætta á þvagfærasýkingum

06/06/2023|

Luja™ aftöppunarþvagleggur fyrir karlmenn tryggir fullkomna blöðrutæmingu með Micro-hole Zone Technology*. Luja™ er fyrsti og eini aftöppunar þvagleggurinn með Micro-hole Zone Technology, sem er hannaður til að minnka áhættu á þvagfærasýkingum* Þegar þvagrennsli hættir er

  • Niðurbrjótanlegir hanskar frá Prosenso

Umhverfisvænir einnota hanskar

25/05/2023|

Icepharma hefur hafið samstarf við PROSENSO um sölu og markaðssetningu á byltingarkenndum ósterílum hönskum hérlendis. Þetta eru nítril hanskar án púðurs sem eru með nýrri og einstakri formúlu NBR (Nitrile Butadiene Rubber) sem gerir hönskunum