Heilsuvika Ósa
10/11/2021
Í síðustu viku var heilsuvika Ósa haldin þar sem markmið var að virkja starfsfólk til að huga að heilsunni saman. Alla daga vikunnar var boðið upp á fjölbreytta heilsueflandi dagskrá þar sem starfsfólk ýmist miðlaði þekkingu sinni til samstarfsfólks, svo sem í formi heilsumarkþjálfunar og vörukynningar, eða efldi hvert annað til heilsueflandi iðkunar, svo sem sjósunds og fjallgöngu. Starfsmenn Ósa eru öflugir þegar kemur að heilsueflingu og heilsuvikan heppnaðist því mjög vel þrátt fyrir að hafa litast af ýmsum takmörkununum vegna covid. Stefnt er að því að heilsuvikan verði héðan í frá árlegur viðburður fyrir starfsfólk Ósa.
María Braga er fjármálastjóri Ósa. María hefur stundað bardagaíþróttina Taekwondo í mörg ár, er marfaldur Íslandsmeistari í greininni og starfar sem þjálfari í Taekwondo-deild KR. Í heilsuvikunni hélt María örnámskeið í sjálfsvörn fyrir kvenkyns starfsmenn samstæðunnar og dætur þeirra.
Fleiri fréttir
Yfir 250 þúsund lyfjaskammtar hafa nú verið afhentir með sjálfvirka lyfjaskammtaranum frá Evondos hér á landi. Tvö ár eru liðin
Þeir Helgi Hrafn Magnússon og Kjartan Gestur Guðmundsson í 4. bekk Brekkuskóla á Akureyri komust í fréttirnar á dögunum fyrir
Mars er mættur sem þýðir að Mottumars er hafinn. Eins og fyrri ár er hann tileinkaður baráttunni gegn krabbameinum hjá