Safna fyrir Úkraínu með því að selja teikningar

11/03/2022

Þeir Helgi Hrafn Magnússon og Kjartan Gestur Guðmundsson í 4. bekk Brekkuskóla á Akureyri komust í fréttirnar á dögunum fyrir eftirtektarvert framtak sitt í bænum. Þeir gerðu sér lítið fyrir og seldu myndlist sína í fjáröflunarskyni og lögðu 26 þúsund krónur til neyðarsöfnunar UNICEF á Íslandi fyrir börn í Úkraínu. 

Það vakti athygli Nike á Íslandi að megnið af myndum þeirra voru af Nike skóm en sjálfir segjast þeir hafa einstakt dálæti á Nike. Þeir hafa til að mynda skreytt nokkur skópör duglega en fengu svo þá hugmynd að það gæti líka verið sniðugt og aðeins ódýrara áhugamál að teikna og hanna sína eigin skó á blaði. Eins komu þeir með þá hugmynd að snúa þróuninni bara við og að Nike gæti þá heldur framleitt skóna þeirra. 

Allur ágóðinn til UNICEF

Nike sem leggur samfélagslegum málum jafnan lið fannst meira en kjörið að styðja bæði við þessa efnilegu listamenn sem og að leggja málefni þeirra lið með því að kaupa sitt hvort verkið af þeim. En hvor mynd fór á 100.000 krónur. Afhentu þeir Helgi Hrafn og Kjartan Gestur því UNICEF stoltir 200.000 kr. Að sögn mæðra drengjanna fögnuðu þeir með söng og dansi þegar Nike sýndi verkefninu áhuga. Sögðu þeir einnig að tíðindin hefðu gert það að verkum að eftirspurn eftir myndunum hefði aukist mikið. 

Nike á Íslandi færði vinunum nýja Nike skó á sama tíma og þeir tóku við framlögunum. Það er gaman að segja frá því að þeir fóru beint heim og skreyttu skóna og skelltu sér á skólaball. Við hlökkum til að sjá afraksturinn.

Hlutverk UNICEF 

UNICEF er á vettvangi að tryggja meðal annars hreint vatn, heilbrigðisþjónustu, skólagögn, félagslega sálfræðiþjónustu og fjárhagsaðstoð. Einnig hefur verið virkjað svokallað Bláu punktakerfið til að taka á móti fólki sem nú flýr Úkraínu. Blái punkturinn er eins konar miðstöð þar sem tekið er á móti börnum og fólki á flótta, barnvæn svæði þar sem börn og fjölskyldur fá sálræna aðstoð, heilbrigðisþjónustu, hjálpargögn, upplýsingar, skjól og vernd. Þá hafa Bláu punktarnir reynst mikilvægir til að bera kennsl á fylgdarlaus börn sem orðið hafa viðskila við fjölskyldur sínar. Einnig komu um helgina sex fullestaðir flutningabílar frá UNICEF til Lviv í vesturhluta Úkraínu með alls 62 tonn af hjálpargögnum. 

 

Fleiri fréttir

  • Nýsköpunardagur hins opinbera

Icepharma tekur þátt í Nýsköpunardegi hins opinbera

08/06/2023|

Þann 23. maí síðastliðinn tók Icepharma þátt í Nýsköpunardegi hins opinbera. Markmið Nýsköpunardagsins er að stuðla að auknum opinberum innkaupum á nýsköpun með sérstakri áherslu á lausnir sem skapa sparnað í opinberum rekstri. Hjörtur Gunnlaugsson,

Minni hætta á þvagfærasýkingum

06/06/2023|

Luja™ aftöppunarþvagleggur fyrir karlmenn tryggir fullkomna blöðrutæmingu með Micro-hole Zone Technology*. Luja™ er fyrsti og eini aftöppunar þvagleggurinn með Micro-hole Zone Technology, sem er hannaður til að minnka áhættu á þvagfærasýkingum* Þegar þvagrennsli hættir er

  • Niðurbrjótanlegir hanskar frá Prosenso

Umhverfisvænir einnota hanskar

25/05/2023|

Icepharma hefur hafið samstarf við PROSENSO um sölu og markaðssetningu á byltingarkenndum ósterílum hönskum hérlendis. Þetta eru nítril hanskar án púðurs sem eru með nýrri og einstakri formúlu NBR (Nitrile Butadiene Rubber) sem gerir hönskunum