Samfélagsskýrsla Ósa 2024

Fræin skjóta rótum

Samfélagsskýrsla Ósa 2024

Fræin skjóta rótum

Fræin skjóta rótum

Árið 2024 var mikilvægt ár fyrir Ósa. Nýjar viðskiptaeiningar festu sig í sessi, á sama tíma og unnið var ötullega að því að byggja upp traustari og samræmdari innviði fyrir alla starfsemi samstæðunnar.

Þetta ár markaði því upphaf nýrrar heildar – þar sem jarðvegsvinna og gróðursetning síðustu ára fór að bera ávöxt og leggja grunn að áframhaldandi vexti.

Ósar lögðu áherslu á að efla innviði, styðja við nýjar einingar og halda áfram að byggja upp heilbrigðara samfélag – í rekstri, umhverfi og þjónustu. Fjárfest var í verkefnum sem styðja langtímasýn okkar og skapa raunverulegt virði fyrir samfélagið.

Við tókum þátt í fjölbreyttum verkefnum á sviði heilsueflingar, fræðslu og nýsköpunar – þar sem sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð voru leiðarljós. Við viljum leggja okkar af mörkum til heilbrigðara samfélags með lausnum sem standast tímans tönn.

Samfélagsskýrsla Ósa og dótturfélaga gefur innsýn í þessi verkefni og þá sýn sem liggur að baki – framtíð þar sem heilbrigði og ábyrg starfsemi haldast í hendur.

Samfélagsuppgjör Ósa

Hjá Ósum er sjálfbær þróun stöðug vegferð sem kallar á heildarsýn og langtímahugsun.

Uppgjör okkar sýnir niðurstöður og þróun þriggja meginþátta UFS sjálfbærnimælikvarðans á gagnsæjan og samanburðarhæfan hátt.

Stjórnarhættir

Uppgjör stjórnarhátta fyrir árið 2024.

Félagslegir þættir

Uppgjör félagslegra þátta fyrir árið 2024.

Umhverfismál

Uppgjör umhverfismála fyrir árið 2024.

Heilsa

Góð heilsa og aðferðir til að efla hana eru í forgrunni í allri okkar starfsemi.

Stjórnarhættir

Hjá Ósum leggjum við ríka áherslu á faglega og ábyrgða stjórnarhætti sem stuðla að heilbrigðum rekstri og traustu sambandi við hagsmunaaðila.

Umhverfi

Okkur er umhugað um að efla og hámarka efnahagslega og félagslega velferð en því hlutverki viljum við gegna án neikvæðra áhrifa á umhverfið.

Samfélagsábyrgð

Ósar hafa sett sér stefnu um samfélagslega ábyrgð og sjálfbæra þróun sem tekur til félagsins í heild. Stefnan byggir á fjórum meginstoðum sem móta áherslur og þau markmið og lykilverkefni sem unnið er að hverju sinni en sérstök áhersla er lögð á að fylgja fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun .

Ósar og samfélagið