Umhverfislegir þættir hafa áhrif á heilsu fólks
Margir og ólíkir umhverfislegir þættir geta haft bein áhrif á heilsu og líðan fólks. Megimarkmið starfsemi Ósa og dótturfélaga er að auka lífsgæði einstaklinga og stuðla að heilsu og vellíðan landsmanna. Það gerum við með öflugu framboði lyfja, lækningatækja, rekstrarvara og heilsueflandi vara og víðtækri vörustjórnunar- og dreifingarþjónustu við heilbrigðisgeirann. Okkur er umhugað um að efla og hámarka efnahagslega og félagslega velferð og vellíðan þjóðarinnar en því hlutverki viljum við gegna án neikvæðra áhrifa á umhverfið. Við leggjum því ríka áherslu á að lágmarka umhverfisáhrif þegar kemur að starfsemi samstæðunnar sem og í allri okkar virðiskeðju.
Sameiginleg umhverfisstefna Ósa og dótturfélaga
Ósar og dótturfélögin hafa sett sér sameiginlega umhverfisstefnu til tveggja ára í senn. Að þeim tíma liðnum skal stefnan endurmetin og yfirfarin. Tilgangur stefnunnar er að tryggja að stefnan og árangursmat hennar sé hluti af stefnumótun Ósa og dótturfélaganna. Stefnan nær til samstæðunnar í heild og skal vera leiðbeinandi fyrir félögin sem mynda hana, stjórnendur og starfsfólk. Stefnan nær til þess hvernig Ósar og dótturfélögin, saman og hvert fyrir sig, geta lagt sín lóð á vogarskálarnar til betra og heilbrigðara samfélags og umhverfis, samhliða heilbrigðum og arðbærum rekstri.

Flokkun sett í forgang
Eitt af stærstu verkefnum Ósa er uppbygging heilsubyggðar á Arnarneshálsi í Garðabæ en þar verða framtíðarhöfuðstöðvar Ósa.
Úrgangsflokkur | Flokkun | Þyngd (kg) | % Hlutfall af heild |
---|---|---|---|
Bylgjupappi | Endurvinnsla | 24.350 | 61,66% |
Blandaður úrgangur | Brennsla til orkunýtingar | 5.900 | 14,94% |
Matarleifar | Endurvinnsla | 4.690 | 11,88% |
Blandaðar plastumbúðir | Endurvinnsla | 3.560 | 9,01% |
Blandaður pappír og pappi | Endurvinnsla | 535 | 1,35% |
Urðanleg efni, ótalin annars s | Urðað | 265 | 0,67% |
Flokkaðar rafhlöður | Endurvinnsla | 167 | 0,42% |
Umbúðatimbur | Endurnýting | 22 | 0,06% |
Óflokkaður grófur úrgangur | Brennsla til orkunýtingar | 2 | 0,01% |
Flokkunarhlutfall samstæðunnar
Með samstilltu átaki og vel skilgreindum ferlum hefur okkur tekist að lágmarka
- Endurvinnsla: 84%
- Brennsla til orkunýtingar: 15%
- Urðað: 1%
Magnús Sólbjörnsson
Magnús Sólbjörnsson starfar sem aðstoðarrekstrarstjóri hjá Parlogis og hefur komið að ýmsum úrbótaverkefnum er snúa að umhverfismálum samstæðunnar. Hér ræðir hann um þann góða árangur sem náðst hefur í flokkunarmálum samstæðunnar.
Ævintýralegur vöxtur Sonett á Íslandi
Á aðeins fjórum árum hefur notkun Íslendinga á lífrænum hreinsiefnum frá Sonett vaxið yfir 300%. Þessi þróun er ekki tilviljun, heldur afleiðing vaxandi meðvitundar meðal neytenda um mikilvægi þess að velja vörur sem hafa jákvæð áhrif á náttúruna og stuðla að sjálfbærni til framtíðar.
Undanfarin ár hefur heilsudeild Icepharma lagt mikla áherslu á miðlun upplýsinga til viðskiptavina, er snúa að Sonett og vöruframboði þess. Með allskyns greinargóðum leiðbeiningum, fræðslu og miðlun, m.a. á stafrænum miðlum, hefur starfsfólk heilsudeildar Icepharma lagt áherslu á að auka skilning á innihaldi, notkun og áhrifum hreinsiefna. Í grunninn hefur markmiðið verið að gera vörur frá Sonett aðgengilegar, skiljanlegar og hvetjandi fyrir alla – hvort sem um ræðir heimili, fyrirtæki eða stofnanir.



Sonett leggur ríka áherslu á að öll framleiðsla fari fram á ábyrgan hátt. Vörurnar eru gerðar úr lífrænum, náttúrulegum hráefnum og brotna niður að fullu í náttúrunni – án þess að skilja eftir sig skaðleg efni í jarðvegi eða vatni. Í landi þar sem hrein vatnsauðlind og viðkvæmt vistkerfi eru meðal okkar dýrmætustu eigna, skiptir slíkt val máli – bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild.
Berglind Erna Þórðardóttir
Berglind Erna er rekstrarstjóri heilsu- og íþróttasviðs Icepharma. Hér segir hún okkur frá vexti Sonett og hvað gerir þetta vörumerki jafn einstakt og raun ber vitni.
Umhverfisvottun við hönnun á framtíðarhúsnæði samstæðunnar
Eitt af stærstu verkefnum Ósa er uppbygging heilsubyggðar á Arnarneshálsi í Garðabæ en þar verða framtíðarhöfuðstöðvar Ósa.
Starfsfólk Ósa og dótturfélaga er lykillinn að því að öll fyrirtæki innan samstæðunnar nái markmiðum sínum, og þar skiptir engu hvort þau markmið séu viðskiptalegs eðlis eða á sviði sjálfbærni og umhverfisverndar. Vinnuumhverfið og þeir umhverfisþættir sem móta það er þannig mikilvægur þáttur þegar horft er til lífsgæða í starfi.
BREEAM vistvottun í Arnarlandi
”Með umhverfis- og sjálfbærnimál að leiðarljósi verður skipulag hverfisins með þeim hætti að það uppfylli skilyrði um BREEAM vistvottun. Vottunin hefur það markmið að tryggja efnahagslegan og samfélagslegan ávinning á sama tíma og dregið er úr umhverfisáhrifum. Þannig styður verkefnið við stefnur og gildi samstæðunnar um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð.”
Hálfdan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Parlogis, leiðir uppbyggingu á atvinnuhluta landsins fyrir hönd Ósa.

Vægi umhverfisþátta við val á birgjum og samstarfsaðilum
Sífellt eru gerðar auknar kröfur til Icepharma og Parlogis þegar kemur að umhverfisþáttum og við viljum gera jafn ríkar kröfur til þeirra aðila sem við veljum að eiga í samstarfi við. Með samstarfsaðila er átt við framleiðendur, fyrirtæki og einstaklinga sem sjá samstæðunni eða félögum innan samstæðunnar fyrir vörum og þjónustu. Samstarfsaðilar okkar skulu starfa samkvæmt viðeigandi lögum og reglum þegar kemur að umhverfismálum og afar mikilvægt er að samstarfsaðilar okkar þekki umhverfisáhrif starfsemi sinnar og vinni að því með markvissum hætti að draga úr neikvæðum áhrifum hennar á umhverfið.
Þrátt fyrir að vottanir séu ekki fullkomnar má leiða að því líkur að vara sem hefur slíka vottun sé ólíklegri en ella til að hafa neikvæð áhrif á líffræðilega fjölbreytni. Icepharma vinnur stöðugt að því að auka hlutfall söluvara sem hafa vottun um lífræna eða sjálfbæra framleiðslu.
Vægi umhverfisþátta
”Við finnum vel fyrir því að vitundarvakning hefur orðið meðal samstarfsaðila okkar og birgja þegar kemur að vöruframboði og vægi umhverfisþátta í því samhengi. Starfsmenn Heilbrigðissviðs Icepharma eru alltaf að skoða nýjar og umhverfisvænar lausnir fyrir heilbrigðiskerfið. Sem dæmi hófum við nýlega sölu á umhverfisvænum hönskum sem brotna hratt niður í náttúrunni og umhverfisvænum nálaboxum sem draga umtalsvert úr losun CO2, bæði við framleiðslu og brennslu.”
Hjörtur Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðissviðs Icepharma

Innleiðing nýskapandi og umhverfisvænni heilbrigðislausna
Heilbrigðisþjónusta hefur breyst og þróast í takt við umbyltingu tækniþróunar. Fjarheilbrigðisþjónusta er orðin ört vaxandi hluti almennrar heilbrigðisþjónustu en í henni felst nýting stafrænna samskipta- og upplýsingatækni við veitingu þjónustunnar þar sem aðilar eru ekki á sama stað á þeim tíma þegar þjónustan er veitt.
Velferðartækni vísar til notkunar á stafrænum tæknilausnum í heilbrigðisþjónustu sem styður búsetu einstaklinga í heimahúsi. Velferðartækni er þannig ætlað að auka lífsgæði einstaklinga með því að stuðla að aukinni vellíðan, sjálfstæði, öryggi, virkni og þátttöku.
Kostir fjarheilbrigðisþjónustu og notkunar á velferðartækni við veitingu hennar eru fjölmargir. Einn er sá að um töluvert vistvænni kost er að ræða. Með því að draga úr ferðalögum bæði heilbrigðisstarfsmanna og skjólstæðinga við veitingu heilbrigðisþjónustu og lágmarka óþarfa komur á heilsugæslu og aðrar móttökur stuðlar fjarheilbrigðisþjónusta og notkun á velferðartækni að jákvæðum umhverfisáhrifum.
Nauðsyn er á áframhaldandi innleiðingu nýsköpunar og tækni í heilbrigðiskerfið sem hefur það að markmiði að stuðla að aukinni skilvirkni og einföldun en um leið þjónusta betur skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins. Icepharma vill vera leiðandi í mótun heilsu- og velferðarsamfélags framtíðarinnar með því að bjóða upp á nýskapandi lausnir fyrir íslenskt samfélag sem stuðla í senn að jákvæðum umhverfisáhrifum.
Heilbrigðisþjónusta í örri þróun
”Lyfjaskammtararnir frá Evondos eru gott dæmi um velferðartækni sem hefur borið góðan árangur við veitingu fjarheilbrigðisþjónustu. Um 350 Íslendingar hafa notað lyfjaskammtarana sem hafa gefið um 230.000 lyfjapoka, u.þ.b. 500 lyfjapoka á degi hverjum. Notkun lyfjaskammtaranna dregur verulega úr þörf fyrir akstur – með tilheyrandi útblæstri – á milli heimila eldra fólks til þess eins að skammta þeim lyf. Þannig má nýta hverja heimsókn betur, til dæmis í dýrmætar stundir með fólkinu sem treystir á stuðning heimahjúkrunar.”
Helga Dagný Sigurjónsdóttir, deildarstjóri Icepharma Velferð

Lágmörkun umhverfisáhrifa við vörustýringu og vörudreifingu
Parlogis eru sérfræðingar í vörustjórnun og leggja mikla áherslu á umhverfisvæna starfsemi og samfélagslega ábyrgð. Fyrirtækið einblínir á að lágmarka umhverfisáhrif sín með ýmsum aðgerðum.