Ósar er til fyrirmyndar
15/05/2023
Í dag afhenti Eliza Reid, forsetafrú, Ósum viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar sem er hreyfiaflsverkefni FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu á ráðstefnunni Jafnrétti er ákvörðun.
Viðurkenninguna hlutu þau félög sem höfðu náð að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnar en Ósar hefur frá upphafi státað af jöfnu kynjahlutfalli karla og kvenna í stjórn samstæðunnar.
Rannsóknir sýna að fyrirtæki sem hafa sambærilegt hlutfall karla og kvenna í stjórn og hærri stjórnunarstöðum eru betur rekin, huga betur að samfélagsábyrgð, veita betri þjónustu og leggja meiri áherslu á gæði.
Við erum einstaklega þakklát og stolt fyrir viðurkenninguna enda eru jafnréttismál okkur hjartans mál.
Á meðfylgjandi mynd má sjá þau Maríu Bragadóttur, fjármálastjóra Ósa og Hörð Þórhallsson, forstjóra Ósa, með viðurkenninguna.
Fleiri fréttir
Icepharma hefur lengi verið með umboð fyrir Natracare tíðarvörunum sem eru unnar úr lífrænni bómull og eru án allra eitur-,
Þann 23. maí síðastliðinn tók Icepharma þátt í Nýsköpunardegi hins opinbera. Markmið Nýsköpunardagsins er að stuðla að auknum opinberum innkaupum
Prjónahópur ÓSA ákvað að láta gott af sér leiða og prjónaði vettlinga og sokka fyrir skjólstæðinga Frú Ragnheiðar. Frú Ragnheiður