Ósar er til fyrirmyndar
15/05/2023
Í dag afhenti Eliza Reid, forsetafrú, Ósum viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar sem er hreyfiaflsverkefni FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu á ráðstefnunni Jafnrétti er ákvörðun.
Viðurkenninguna hlutu þau félög sem höfðu náð að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnar en Ósar hefur frá upphafi státað af jöfnu kynjahlutfalli karla og kvenna í stjórn samstæðunnar.
Rannsóknir sýna að fyrirtæki sem hafa sambærilegt hlutfall karla og kvenna í stjórn og hærri stjórnunarstöðum eru betur rekin, huga betur að samfélagsábyrgð, veita betri þjónustu og leggja meiri áherslu á gæði.
Við erum einstaklega þakklát og stolt fyrir viðurkenninguna enda eru jafnréttismál okkur hjartans mál.
Á meðfylgjandi mynd má sjá þau Maríu Bragadóttur, fjármálastjóra Ósa og Hörð Þórhallsson, forstjóra Ósa, með viðurkenninguna.
Fleiri fréttir
Heimurinn er að breytast og meðalaldur fer hækkandi. Breyting á aldurssamsetningu þjóðarinnar með auknum fjölda eldri borgara mun gera auknar
60 ára sögu Speedo var fagnað í Sundhöll Hafnarfjarðar á haustmánuðum 2023 með glæsilegum hætti þar sem sundföt síðustu áratuga
Luja™ aftöppunarþvagleggur fyrir karlmenn tryggir fullkomna blöðrutæmingu með Micro-hole Zone Technology*. Luja™ er fyrsti og eini aftöppunar þvagleggurinn með Micro-hole