Ósar

Ósar er félag á sviði lýðheilsu og heilbrigðis með það hlutverk að veita vandaða og faglega stoðþjónustu fyrir dótturfélögin, Icepharma hf., Parlogis ehf. og LYFIS ehf.

Hjá Ósum eru mannauðssvið, gæðasvið og fjármálasvið með samtals 25 starfsmenn en að dótturfélögum meðtöldum eru starfsmenn í heildina 180 talsins. Starfsfólk Ósa og dótturfélaga býr yfir yfirgripsmikilli reynslu og þekkingu varðandi lyf og lækningar, hjúkrun, endurhæfingu, íþróttir, hreyfingu og heilsueflandi neytendavörur.

Djúpar rætur í íslensku samfélagi

Stærstu dótturfélög Ósa, Parlogis og Icepharma, eiga sér djúpar rætur í íslensku samfélagi, enda má rekja sögu þeirra aftur til ársins 1919 þegar Stefán Thorarensen stofnaði Laugavegsapótek. Fyrir fáeinum árum fjárfesti Icepharma í LYFIS ehf. og dótturfélögin eru því þrjú talsins.

Icepharma

Icepharma er rótgróið þekkingarfyrirtæki á íslenskum neytenda- og heilbrigðismarkaði með vörumerki í fremstu röð. Kjarninn í starfsemi fyrirtækisins er að auka lífsgæði með öflugu framboði af heilsueflandi vörum.

Icepharma er skipt upp í þrjú tekjusvið. Lyfjasvið markaðssetur lyf sem að megninu til eru frá erlendum lyfjafyrirtækjum og veitir þeim margvíslega tengda þjónustu líkt og lyfjaskráningar, lyfjagát, hlítni og gæðamál. Heilbrigðissvið sér um markaðssetningu, sölu og tækniþjónustu í lækningatækjum og heilbrigðisvörum. Heilsu- og íþróttasvið er þriðja tekjusviðið og það markaðssetur og selur íþróttavörur, vítamín, bætiefni og heilsufæði til smásöluaðila og í gegnum vefverslun sína H Verslun.

Vefsvæði Icepharma

LYFIS

LYFIS er lyfjafyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu- og markaðssetningu á samheitalyfjum. Fyrirtækið er rekið sem sjálfstæð rekstrareining innan Lyfjasviðs Icepharma

Parlogis

Parlogis er stofnað árið 2002 í núverandi mynd við sameiningu Lyfjadreifingar og dreifingarhluta Lyfjaverslunar Íslands. Fyrirtækið sérhæfir sig í vörustjórnun og dreifingu fyrir markaðsfyrirtæki svo þau geti einbeitt sér að sinni kjarnastarfsemi. Megin verkefni þess eru birgðastýring, innflutningur, hýsing, móttaka pantana, vörudreifing og innheimta fyrir viðskiptavini félagsins. Stærstu vöruflokkar sem Parlogis dreifir eru lyf, heilbrigðisvörur, íþróttavörur og lífrænar matvörur.

Parlogis er með um 40% markaðshlutdeild í dreifingu lyfja og rekur tvö vöruhús, í Skútuvogi og að Krókhálsi. Hjá fyrirtækinu starfa um 75 manns.

Vefsvæði Parlogis