Camelbak leggur Mottumars lið með sölu á brúsum
18/03/2023
Mars er mættur sem þýðir að Mottumars er hafinn. Eins og fyrri ár er hann tileinkaður baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum, en árlega greinast 892 karlmenn með krabbamein. Í dag eru 7.630 karlmenn á lífi sem greinst hafa með krabbamein.
Í Mottumars tekur félagið höndum saman í vitundarvakningu um krabbamein hjá körlum og aflar fjár fyrir mikilvægum stuðningi við karla og fjölskyldur þeirra.
Skartaðu mottunni
Einkennismerki Mottumars er yfirvaraskeggið. Mottukeppnin er hafin og lýkur 31. mars og því er ekki eftir neinu að bíða. Þátttakendur eru hvattir til að skarta mottu og skrá sig til leiks á mottumars.is. Þar geta vinir, vandamenn og landsmenn allir lagt málefninu lið með því að heita á keppendur.
Camelbak leggur átakinu lið en 1000 krónur af hverjum seldum brúsa munu renna beint til Krabbameinsfélagsins. Hvetjum við því sem flesta til þess að skella sér á nýjan brúsa af þessu góða tilefni.
Fleiri fréttir
Þeir Helgi Hrafn Magnússon og Kjartan Gestur Guðmundsson í 4. bekk Brekkuskóla á Akureyri komust í fréttirnar á dögunum fyrir
Icepharma hefur lengi verið með umboð fyrir Natracare tíðarvörunum sem eru unnar úr lífrænni bómull og eru án allra eitur-,
Sigríður Lárusdóttir 57 ára lífeindafræðingur lætur ekkert stoppa sig og ætlar sér að taka þátt í boðsundi yfir Ermarsundið þrátt