Hjá Ósa samstæðunni starfar öflugur hópur fólks sem hefur margvíslega menntun, fjölbreyttan bakgrunn og víðtæka reynslu og þekkingu af ýmsum sviðum samfélagsins. Mannauðsstefna Ósa og aðrar stefnur henni til stuðnings tryggja sameiginlega sýn starfsfólks og stjórnenda á Ósa og dótturfélögin sem vinnustað.

Heilsa og vellíðan í fyrirrúmi
Við erum heilsumiðaður vinnustaður og leggjum áherslu á að stuðla að góðri líkamlegri, félagslegri og andlegri heilsu starfsmanna okkar. Það gerum við með því að bjóða upp á:
- Hollan mat í hádeginu og hollt millimál
- Fjölbreytt úrval af vítamínum og steinefnum á vinnustaðnum
- Sérkjör á heilsuvörum, vítamínum og íþróttafatnaði
- Reglulega heilsufyrirlestra á vinnutíma
- Styrki úr heilsusjóði Ósa sem hvetur til heilsueflingar starfsmannahópa
- Heilsufarsmælingar
- Líkamsræktarstyrki
- Sveigjanleika í skipulagi vinnu og vinnutíma, þar á meðal möguleika á fjarvinnu
Tækifæri til vaxtar
Við hvetjum okkar fólk til dáða og veitum þeim tækifæri til að vaxa og dafna í sínum störfum með því að bjóða upp á:
- Aðgengi að fjölbreyttri fræðslu á fræðsludagskrá Ósa
- Fræðslustyrki vegna starfstengdra námskeiða og náms
- Þátttöku í rýnihópum í tengslum við úrbótaverkefni
- Fræðslu fyrir fyrir þá sem nálgast eftirlaunaaldur um tækifæri þeirra tímamóta sem framundan eru


Samfélagsskýrsla Ósa
Við erum meðvituð um að sjálfbær þróun er stöðug vegferð sem kallar á heildarsýn og langtímahugsun.
Samfélagsskýrsla Ósa og dótturfélaga sýnir fram á heildstæða samantekt á þeim fjölbreyttu verkefnum samstæðunnar sem styðja við samfélagslega ábyrgð og gefur þannig góða mynd af starfseminni og því mikilvæga hlutverki sem félögin gegna í samfélagslegu tilliti.