Umhverfislegir þættir hafa áhrif á heilsu fólks 

Umhverfislegir þættir geta haft bein áhrif á heilsu fólks og þess vegna er mikilvægt að skoða allar stoðir sjálfbærrar þróunar í samhengi þannig að leitast megi við að hámarka efnahagslega og félagslega velferð og vellíðan án þess að skaða umhverfið. Samstæðan leggur því áherslu á að lágmarka umhverfisáhrif í allri sinni virðiskeðju og skapa öruggan rekstur án neikvæðra áhrifa á umhverfið.

Áframhaldandi kortlagning á umhverfisáhrifum

Umhverfismál skipa því sífellt stærri sess í okkar rekstri og hefur samstæðan hafið kortlagningu á umhverfisáhrifum starfseminnar og stendur sú vinna enn yfir. Með kortlagningu á kolefnissporinu er lagður grunnur að bættri frammistöðu með vitundarvakningu meðal hagsmunaaðila og sértækum aðgerðum til úrbóta. Markmiðið er sem áður að ná enn betur utan um kolefnissporið, lækka það sem mest og kolefnisjafna það sem eftir stendur og stuðla þannig að kolefnishlutlausum rekstri.

Umhverfishetja Ósa

Í október 2022 efndi Ósar og dótturfélögin til hugmyndasamkeppni þar sem starfsfólki gafst tækifæri á því að koma með hugmyndir um leiðir til þess að draga úr neikvæðum áhrifum starfseminnar á umhverfið.

Óháð dómnefnd var fengin til að meta rúmlega 70 stórgóðar hugmyndir sem sendar voru inn og velja þá bestu. Hugmynd Bryndísar Sunnu Valdimarsdóttur, viðskiptastjóri á Heilsu- og íþróttasviði Icepharma, bar sigur úr býtum.

Samþætt vinna í átt að sameiginlegum áherslum

Icepharma og Parlogis hafa hingað til fylgt eigin umhverfisstefnu en nú er hins vegar unnið að því að innleiða sameiginlega umhverfisstefnu Ósa og dótturfélaga. Með henni verður lögð sameiginleg áhersla á mikilvægi þess að haga rekstri samstæðunnar í þágu umhverfismála, auka þekkingu og almenna vitundarvakningu og bæta ferla sem munu tryggja að allir starfsmenn hugi að umhverfisþáttum í daglegu störfum. Í framhaldi munu félögin, hvert fyrir sig, setja sér metnaðarfull markmið í umhverfismálum sem kynnt verða fyrir starfsfólki og samhliða mun fara fram fræðsla um hvernig við getum í sameiningu unnið að settum markmiðum.

Flokkun sett í forgang

Um mitt árið 2022 var ákveðið að setja bætta flokkun í forgang m.a. til að draga úr myndun úrgangs og stuðla að betri myndun endurvinnslusamfélags. Unnið er að fyrsta markmiðinu sem felur í sér að koma upp betri aðstöðu og merkingum í matsal Ósa yfir rétta flokkun á pappír, plasti, lífúrgangi og blönduðum úrgangi. Áætlað er að sú vinna við að aðlaga núverandi kerfi að breytingunum muni vera lokið síðla árs 2023.

Flöskur og dósir

Plastumbúðir

Pappír og pappi

Blandaður úrgangur

Lífrænn úrgangur

Kolefnisbókhald Ósa 2022

Taka þarf tillit til margvíslegra þátta þegar umhverfisáhrif starfseminnar eru metin. Ráðgjafar hjá Mannvit hafa aðstoðað okkur við útreikning á kolefnisbókhaldi samstæðunnar og við þann útreikning er notast við losunarstuðla frá Umhvefisstofnun fyrir alla þætti nema fyrir hitaveitu og flugsamgöngur. Fyrir hitaveitu er notast við upplýsingar frá Veitum og fyrir flugferðir er notast við reiknivel frá ICAO sem reiknar kolefnislosun flugferða.

Kolefnisbókhald Ósa fyrir árið 2022 nær til eftirfarandi þátta:

Umfang 1: Bein áhrif. Losun frá starfsemi

  • Eldsneytisnotkun vinnubíla
  • Eldsneytisnotkun varaaflstöðva, ef einhverjar eru

Umfang 2: Bein áhrif. Rafmagn og hiti

  • Rafmagnsnoktun fyrirtækisins ásamt rafmagni á vinnubíla
  • Heitavatnsnotkun

Umfang 3: Óbein áhrif.

  • Úrgangur og endurvinnsla
  • Innanlands- og millilandaflug
  • Ferðir starfsmanna til og frá vinnu
  • Kælimiðlar

Á árinu 2022 var lögð áhersla á aukna upplýsingaöflun fyrir fleiri losunarþætti undir umfangi 3 og því verður haldið áfram á árinu 2023.

UmfangVinnubílarRafmagnHitiÚrgangurFlugferðirFerðir starfsmanna til og frá vinnuBílaleigubílarSamtals tCO₂ í g/ári
Umfang 1 154,3154,3
Umfang 210,34,415,0
Umfang 310,744,90,00,055,6
Samtals224,9

Kolefnisbinding Icepharma

Frá árinu 2019 hefur Icepharma kolefnisbunið reksturinn í samvinnu við Kolvið. Engin breyting varð á því árið 2022 þar sem Kolviður staðfesti í lok árs að Icepharma hefði kolefnisbundið starfsemi sína fyrir árið 2021.