Umhverfi

Við gerum okkur grein fyrir mikilvægi þess að hinar þrjár stoðir sjálfbærrar þróunar séu skoðaðar í samhengi þannig að leitast megi við að hámarka efnahagslega og félagslega velferð án þess að skaða umhverfið.

Umhverfismál eru okkur mikilvæg

Við gerum okkur grein fyrir mikilvægi þess að hinar þrjár stoðir sjálfbærrar þróunar séu skoðaðar í samhengi þannig að leitast megi við að hámarka efnahagslega og félagslega velferð án þess að skaða umhverfið. Umhverfismál skipa því sífellt stærri sess í okkar rekstri og hefur samstæðan hafið kortlagningu á umhverfisáhrifum starfseminnar. Með kortlagningu á kolefnissporinu, miðað við þær upplýsingar sem nú liggja fyrir, er lagður grunnur að bættri frammistöðu með vitundarvakningu meðal hagsmunaaðila og sértækum aðgerðum til úrbóta. Markmiðið er að ná enn betur utan um kolefnissporið, lækka það sem mest og kolefnisjafna það sem eftir stendur og stuðla þannig að kolefnishlutlausum rekstri.

Dótturfélögin hafa hvert og eitt verið á sinni vegferð hvað umhverfismálin varðar en nú, í kjölfar skipulagsbreytinga, er markmiðið að þau gangi í takt í þessum efnum. Innleiðing á sameiginlegri umhverfisstefnu Ósa og dótturfélaga mun eiga sér stað í byrjun árs 2022. Með henni verður lögð sameiginleg áhersla á mikilvægi þess að haga rekstri samstæðunnar í þágu umhverfismála, auka þekkingu og almenna vitundarvakningu og bæta ferla sem munu tryggja að allir starfsmenn hugi að umhverfisþáttum í daglegu störfum. Gerðar verða reglulegar mælingar á kolefnisspori samstæðunnar og starfsmönnum haldið upplýstum um árangurinn.

Samstæðan leggur áherslu á að lágmarka umhverfisáhrif í allri sinni virðiskeðju, skapa öruggan rekstur án neikvæðra áhrifa á umhverfið og þannig mæta bæði þörfum samtímans og jafnframt komandi kynslóða.

Kolefnisbókhald Ósa

Margir þættir hafa áhrif á umhverfið og mikilvægt er að taka tillit til þeirra þátta sem við koma starfseminni. Þeir þættir sem kolefnisbókhald Ósa fyrir árið 2021 nær utan um skiptast milli eftirfarandi umfanga skv. Green House Gas staðli.

  • Umfang 1: Eldsneytisnotkun bifreiða
  • Umfang 2: Rafmagns- og heitavatnsnotkun
  • Umfang 3: Úrgangur, innanlands- og millilandaflug

Á árinu 2022 verður lögð áhersla á aukna upplýsingaöflun fyrir fleiri losunarþætti undir umfangi 3. Þar af leiðandi má gera ráð fyrir að tölurnar muni hækka þegar tekið verður tillit til umhverfisþátta á borð við ferðir starfsmanna, flutning og dreifingu aðkeypta vara, o.s.frv.

Kolefnisbinding Icepharma

Icepharma hefur unnið með umhverfismarkmið og framkvæmdaáætlun síðan 2019 og var umhverfisstefna Icepharma gefin út það ár. Kolefnisspor fyrirtækisins hefur verið reiknað frá árinu 2018. Icepharma hefur unnið markvisst að því að draga úr umhverfisáhrifum fyrirtækisins og yfirfarið kolefnisspor fyrirtækisins með áherslu á bætta frammistöðu. Icepharma hefur kolefnisbundið starfsemi sína í samvinnu við Kolvið frá árinu 2020.

Umhverfisvæn vörudreifing Parlogis 

Umhverfissjónarmið eru höfð að leiðarljósi í starfsemi Parlogis og henni hagað þannig að hún valdi sem minnstum umhverfisspjöllum. Allt sorp og spilliefni er sent til endurvinnslu eða í förgun hjá viðeigandi aðilum. Stór hluti af sendingum frá Parlogis til viðskiptavina er sendur í margnota plastkössum sem eru endurnýttir í hundruð skipta og kemur þannig í veg fyrir óþarfa umbúðanotkun. Þá hefur fyrirtækið unnið markvisst að því á árinu 2021 að skipta yfir í LED lýsingu í vöruhúsum til að stuðla að orkusparnaði. Jafnframt er starfsemin í eðli sínu mjög umhverfisvæn þar sem dreifing vara frá mörgum viðskiptavina okkar er sameinuð í eina sendingu hverju sinni. Þannig fær t.d. apótek í einni sendingu vörur frá mörgum markaðsfyrirtækjum í einu í stað þess að fá sendingu frá hverju markaðsfyrirtæki fyrir sig.

Sameiginleg umhverfisstefna 

Innleiðing á sameiginlegri umhverfisstefnu Ósa og dótturfélaga mun eiga sér stað í byrjun árs 2022. Með henni verður lögð sameiginleg áhersla á mikilvægi þess að haga rekstri samstæðunnar í þágu umhverfismála, auka þekkingu og almenna vitundarvakningu og bæta ferla sem munu tryggja að allir starfsmenn hugi að umhverfisþáttum í daglegu störfum. Gerðar verða reglulegar mælingar á kolefnisspori samstæðunnar og starfsmönnum haldið upplýstum um árangurinn.

Metnaðarfull markmið

Við hyggjumst setja okkur metnaðarfull markmið í umhverfismálum árlega. Þessi markmið eru kynnt starfsfólki ásamt því að fræða það um hvernig við getum unnið saman að settum markmiðum í umhverfismálum og þann ávinning sem minnkað kolefnisspor samstæðunnar hefur fyrir alla. 

Við innleiðingu á sameiginlegri umhverfisstefnu verður unnið með eftirfarandi megináherslur:

  • Leita leiða til að draga úr kolefnisspori

  • Uppfylla þær kröfur sem gerðar eru í lögum og reglugerðum er varða umhverfismál og gera betur eins og kostur er

  • Nýta auðlindir af skynsemi, lágmarka úrgang og hámarka endurvinnslu 

  • Haga starfsemi samstæðunnar þannig að komið verði í veg fyrir neikvæð umhverfisáhrif

  • Lágmarka neikvæð umhverfisáhrif frá samgöngutækjum samstæðunnar

  • Efla umhverfisvitund starfsmanna 

  • Hvetja til samráðs við starfsmenn, birgja, samstarfsaðila og aðra hagaðila um að ýta undir unhverfisvænt vöruval

Þessar megináherslur munu styðja við það metnaðarfulla markmið okkar að kolefnishlutleysi árið 2022 í rekstri samstæðunnar.