Samfélagsleg ábyrgð okkar allra

Við hjá Ósum erum stolt af hlutverki okkar í að stuðla að bættri heilsu og heilbrigðum lífsstíl. Daglega vinnum við að því mikilvæga verkefni að tryggja landsmönnum aðgang að lífsnauðsynlegum lyfjum og lækningatækjum og gegnum þannig stóru hlutverki í íslensku heilbrigðiskerfi. Við erum leiðandi í sölu og markaðssetningu margvíslegra heilsueflandi vara er tengjast íþróttum, hreyfingu, fæðubótarefnum og heilsusamlegu fæði. Samfélagsleg ábyrgð er þannig samofin tilgangi og markmiðum starfseminnar sem endurspeglast í heilsutengdum áherslum og menningu í öllu okkar starfi.

Ávarp forstjóra

Hörður Þórhallsson

Stjórn Ósa og dótturfélaga er meðvituð um samfélagslega ábyrgð samstæðunnar og auknar kröfur um sjálfbærni og felur forstjóra samstæðunnar að stýra þeirri vegferð.

Meginstoðir stefnu um samfélagsábyrgð

Ósar og dótturfélögin hafa sett sér stefnu um samfélagslega ábyrgð og sjálfbæra þróun sem tekur til samstæðunnar í heild. Stefnan byggir á fjórum meginstoðum sem móta áherslur samstæðunnar og þau markmið og lykilverkefni sem unnið er að hverju sinni.

Stolt af árangrinum

Við erum meðvituð um að sjálfbær þróun er stöðug vegferð sem kallar á heildarsýn og langtímahugsun. Við trúum því jafnframt að með samstilltri nálgun og forgangsröðun, stöðugum umbótum, markmiðasetningu, árangursmælingum og áframhaldandi fræðslu og upplýsingagjöf munum við geta framfylgt áherslum okkar og stefnu enn frekar.

Samfélagsskýrsla Ósa og dótturfélaga sýnir fram á heildstæða samantekt á þeim fjölbreyttu verkefnum samstæðunnar sem styðja við samfélagslega ábyrgð og gefur þannig góða mynd af starfseminni og því mikilvæga hlutverki sem félögin gegna í samfélagslegu tilliti.

  • Við birtum nú í annað sinn samfélagsskýrslu samstæðunnar og nær skýrslan yfir alla starfsemi Ósa og dótturfélaga og byggir á rekstrarárinu 2022.
  • Skýrslan er unnin innanhúss, af sérfræðingum á viðkomandi sviðum, og allar upplýsingar eru í samræmi við bestu þekkingu sem við höfum á þeim tíma sem skýrslan er unnin. Þannig er hún ekki tæmandi úttekt á öllum þeim áhrifum sem samstæðan hefur á umhverfi, samfélag og/eða stjórnarhætti.
  • Á grundvelli þeirra meginstoða sem samfélagsstefna samstæðunnar byggir á og í samræmi við þau heimsmarkmið sem við höfum ákveðið að leggja áherslu á er skýrslunni skipt upp í 4 kafla; heilsa, samfélag, stjórnarhættir og umhverfi.
  • Upplýsingar í skýrslunni ná ýmist yfir samstæðuna í heild eða eru settar fram fyrir hvert og eitt félag eftir því sem við á hverju sinni.
  • Mannvit hefur yfirfarið gögn og upplýsingar um umhverfislega þætti sem loftlagsbókhald samstæðunnar byggir á. Að öðru leyti höfum við ekki látið framkvæma sérstaka úttekt á þeim.

Samfélagsuppgjörið okkar

Við nýtum okkur UFS viðmiðin og leiðbeiningar Nasdaq til fyrirtækja sem stuðningstæki við gerð skýrslunnar og til að miðla og birta upplýsingar um samfélagsuppgjör samstæðunnar. Uppgjörið sýnir niðurstöður og þróun þriggja meginþátta UFS sjálfbærnimælikvarðans á gagnsæjan og samanburðarhæfan hátt. Niðurstöðurnar eru teknar saman fyrir hvert félag innan samstæðunnar og er litið til þeirra sem eins konar frammistöðuvísa sjálfbærrar þróunar hjá samstæðunni. Í samræmi við leiðbeiningarnar er niðurstöðum fyrir rekstrarárið 2022 skipt upp í eftirfarandi þrjá meginþætti: