Samfélagsmarkmið Ósa 2024
Við hjá Ósum erum stolt af hlutverki okkar í að stuðla að bættri heilsu og heilbrigðum lífsstíl. Daglega vinnum við að því mikilvæga verkefni að tryggja landsmönnum aðgang að lífsnauðsynlegum lyfjum og lækningatækjum og gegnum þannig stóru hlutverki í íslensku heilbrigðiskerfi. Við erum leiðandi í sölu og markaðssetningu margvíslegra heilsueflandi vara er tengjast íþróttum, hreyfingu, fæðubótarefnum og heilsusamlegu fæði. Samfélagsleg ábyrgð er þannig samofin tilgangi og markmiðum starfseminnar sem endurspeglast í heilsutengdum áherslum og menningu í öllu okkar starfi.
Meginmarkmið Ósa samstæðunna þegar kemur að samfélagslegri ábyrgð og sjálfbærni er að vera leiðandi fyrirtæki á íslenskum markaði við að bæta heilsu og heilbrigði þjóðarinnar. Til viðbótar höfum við skilgreint eftirfarandi lykilmarkmið í sjálfbærni til næstu ára: