Samfélagsmarkmið Ósa 2024

Við hjá Ósum erum stolt af hlutverki okkar í að stuðla að bættri heilsu og heilbrigðum lífsstíl. Daglega vinnum við að því mikilvæga verkefni að tryggja landsmönnum aðgang að lífsnauðsynlegum lyfjum og lækningatækjum og gegnum þannig stóru hlutverki í íslensku heilbrigðiskerfi. Við erum leiðandi í sölu og markaðssetningu margvíslegra heilsueflandi vara er tengjast íþróttum, hreyfingu, fæðubótarefnum og heilsusamlegu fæði. Samfélagsleg ábyrgð er þannig samofin tilgangi og markmiðum starfseminnar sem endurspeglast í heilsutengdum áherslum og menningu í öllu okkar starfi.

Meginmarkmið Ósa samstæðunna þegar kemur að samfélagslegri ábyrgð og sjálfbærni er að vera leiðandi fyrirtæki á íslenskum markaði við að bæta heilsu og heilbrigði þjóðarinnar. Til viðbótar höfum við skilgreint eftirfarandi lykilmarkmið í sjálfbærni til næstu ára:

Markmið: Skilgreina flokkunarhlutfall matarleifa hjá Brasserie Ósum, mötuneytis Ósa, Icepharma og Parlogis.

Flokkur: Umhverfi (U)

Tímarammi: Fyrir lok árs 2024

Heimsmarkmið: 13. Aðgerðir í loftslagsmálum

Staða markmiðs: Lokið

Markmið: Skilgreina og ramma betur inn ferlið við mat og úttektir á þjónustuaðilum samstæðunnar.

Flokkur: Stjórnarhættir (S)

Tímarammi: Fyrir lok árs 2024

Heimsmarkmið: 5. Jafnrétti kynjanna | 10. Aukinn jöfnuður | 17. Samvinna um markmiðin

Staða markmiðs: Í vinnslu

Markmið: Kynna stefnu samstæðunnar um samfélagslega ábyrgð fyrir starfsfólki og auka fræðslu til starfsmanna um samfélagslega ábyrgð og sjálfbæra þróun. Búa til vettvang þar sem starfsmenn geta sagt frá verkefnum og vinnu sem styðja við samfélagslega ábyrgð.

Flokkur: Stjórnarhættir (S)

Tímarammi: Fyrir lok árs 2024

Heimsmarkmið: 3. Heilsa og vellíðan | 9. Nýsköpun og uppbygging | 17. Samvinna um markmiðin

Staða markmiðs: Í vinnslu

Markmið: Kynna lykilmarkmið fyrir hagsmunaaðilum

Flokkur: Stjórnarhættir (S)

Tímarammi: Fyrir lok árs 2024

Heimsmarkmið: 17. Samvinna um markmiðin

Staða markmiðs: Í vinnslu

Markmið: Setja upp læsta hjólageymslu fyrir starfsfólk

Flokkur: Umhverfi (U)

Tímarammi: Fyrir lok árs 2024

Heimsmarkmið: 3. Heilsa og vellíðan | 13. Aðgerðir í loftslagsmálum

Staða markmiðs: Lokið

Markmið: Innleiða notkun taupoka við meðhöndlun og afhendingu pantana starfsfólks af Vörutorgi Icepharma.

Flokkur: Umhverfi (U)

Tímarammi: Fyrir lok árs 2024

Heimsmarkmið: 13. Aðgerðir í loftslagsmálum

Staða markmiðs: Í vinnslu

Markmið: Skilgreina og ramma betur inn vinnuverndarstarf samstæðunnar:
– Undirmarkmið: Innleiða heilsu- og öryggisstefnu
– Undirmarkmið: Skipa öryggisráð/nefnd og skilgreina hlutverk
– Undirmarkmið: Framkvæma áhættumat starfa hjá hverju félagi
– Undirmarkmið: Gera áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað

Flokkur: Félagslegir þættir (F) og Stjórnarhættir (S)

Tímarammi: Fyrir lok 1F 2025

Heimsmarkmið: 3. Heilsa og vellíðan

Staða markmiðs: Langt komið

Markmið: Ná betur utan um flokkun á vörum og matvælum sem er fargað og búa til verklag og ferla í samvinnu við vörustjóra og eigendur varanna.

Flokkur: Umhverfi (U)

Tímarammi: Langtímamarkmið fyrir lok árs 2025

Heimsmarkmið: 12. Ábyrg neysla og framleiðsla | 13. Aðgerðir í loftslagsmálum

Staða markmiðs: Í vinnslu

Markmið: Áframhaldandi kortlagning á umhverfisáhrifum í starfsemi hvers félags innan samstæðunnar og styðja við stöðuga þróun á kolefnisbókhaldi m.a. með aukinni upplýsingaöflun um umfang 3.

Flokkur: Stjórnarhættir (S) og Umhverfi (U)

Tímarammi: Langtímamarkmið fyrir lok 2025

Heimsmarkmið: 13. Aðgerðir í loftslagsmálum

Staða markmiðs: Í vinnslu