Heilbrigðir stjórnarhættir og heilsutengdar áherslur
Stjórn Ósa og dótturfélaga gerir sér grein fyrir auknum kröfum sem gerðar eru til fyrirtækja á sviði ábyrgðar gagnvart samfélaginu. Stjórnin leggur því áherslu á heilbrigða stjórnarhætti og að þróa þá stöðugt og styrkja enda leggja þeir grunninn að ábyrgri stjórnun, vandaðri ákvarðanatöku og traustum samskiptum.
Stjórnarhættir samstæðunnar kveða á um hvernig innra skipulag stuðlar að virkri og heilbrigðri stjórnun með markmið samstæðunnar að leiðarljósi. Við viljum hafa áhrif á samfélagið, þ.m.t. starfsmenn samstæðunnar, og stuðla að því að einstaklingar geti viðhaldið heilsu og vellíðan og bætt lífsgæði sín til framtíðar. Stjórnarhættir samstæðunnar taka mið af þessum markmiðum og endurspeglast í heilsutengdum áherslum þegar kemur að stefnumótun, ákvarðanatöku, markmiðasetningu og menningu jafnt í ytra sem og innra starfi.

Heildstæð áhættustjórnun og virkt gæðaeftirlit
Starfsemi Ósa er á ýmsa vegu háð ytri aðstæðum og má þar nefna þann veigamikla áhrifaþátt að stór hluti hennar liggur innan skilgreinds ramma heilbrigðiskerfisins. Starfsemin er þannig vörðuð lögum, reglugerðum og opinberu eftirliti sem kallar á vönduð vinnubrögð í hvívetna. Heilbrigðir stjórnarhættir fela í sér áhættustýringu og eftirlit. Því er lögð rík áhersla á heildstæða áhættustjórnun og virkt gæðaeftirlit sem hluta af daglegum rekstri.

„Við hjá Ósum leggjum áherslu á heildstæða áhættustjórnun með það að markmiði að milda áhættur starfseminnar og að áhættutaka sé í samræmi við áhættustefnuna og skilgreindan áhættuvilja.
Ósar eru með áhættustefnu sem byggir á hugmyndafræði sem tekur mið af ISO 31000 staðlinum. Stefnan stuðlar að samræmdum vinnubrögðum hjá Ósum og dótturfélögum og miðar að því að tilgreina, meta, mæla og stýra áhættum starfseminnar. Meginmarkmiðið er að áhætta umfam viðmið sé meðhöndluð, aðgerðir til mildunar hljóti viðeigandi forgang og að allir aðilar þekki sín hlutverk, boðleiðir og mikilvægi áhættustýringar.
Starfsemi Ósa og dótturfélaga felur í sér ýmsar áhættur sem krefjast sérfræðiþekkingar og innsýnar frá ólíkum starfsmönnum. Þekking og reynsla starfsfólksins okkar skiptir lykilmáli í árangursríkri áhættustýringu.”
Birta Ólafsdóttir, forstöðumaður áhættustýringar hjá Ósum

„Við hjá Ósum leggjum áherslu á heildstæða áhættustjórnun með það að markmiði að milda áhættur starfseminnar og að áhættutaka sé í samræmi við áhættustefnuna og skilgreindan áhættuvilja.
Ósar eru með áhættustefnu sem byggir á hugmyndafræði sem tekur mið af ISO 31000 staðlinum. Stefnan stuðlar að samræmdum vinnubrögðum hjá Ósum og dótturfélögum og miðar að því að tilgreina, meta, mæla og stýra áhættum starfseminnar. Meginmarkmiðið er að áhætta umfam viðmið sé meðhöndluð, aðgerðir til mildunar hljóti viðeigandi forgang og að allir aðilar þekki sín hlutverk, boðleiðir og mikilvægi áhættustýringar.
Starfsemi Ósa og dótturfélaga felur í sér ýmsar áhættur sem krefjast sérfræðiþekkingar og innsýnar frá ólíkum starfsmönnum. Þekking og reynsla starfsfólksins okkar skiptir lykilmáli í árangursríkri áhættustýringu.”
Birta Ólafsdóttir, forstöðumaður áhættustýringar hjá Ósum
Áhersla á net- og upplýsingaöryggi aldrei verið meiri
Evrópa hefur mótað nýjar leikreglur í málefnum net- og upplýsingaöryggis sem við hjá Ósum höfum umbreytt í stefnu sem við trúum að muni skila samstæðunni raunverulegum árangri til framtíðar.
Helga Björnsdóttir
Helga Björnsdóttir er lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi Ósa. Hér segir hún okkur frá aðgerðum í málum tengdum net- og upplýsingaöryggi og ávinningi af þeirri vinnu.
Helga Björnsdóttir
Helga Björnsdóttir er lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi Ósa. Hér segir hún okkur frá aðgerðum í málum tengdum net- og upplýsingaöryggi og ávinningi af þeirri vinnu.
Við veljum samstarfsaðila sem samræmast gildum okkar
Breytt landslag gerir nú ríkari kröfur á mörgum sviðum til fyrirtækja að hafa samfélagslega góð áhrif í gegnum aðfangakeðju sína. Við hjá Ósum viljum sýna ábyrgð í verki og höfum sett okkur stefnu um val á samstarfsaðilum sem starfa eftir sömu gildum og samstæðan. Stefnunni til stuðnings höfum við útbúið siðareglur fyrir samstarfsaðila okkar og sett lágmarksviðmið um þær öryggiskröfur sem aðilar sem þjónusta samstæðuna um rekstur á upplýsingakerfum þurfa að uppfylla. Með þessu er ætlun okkar að gefa góða mynd af því til hvers við ætlumst af okkar samstarfsaðilum.
Með því að gera skýrar kröfur til okkar sjálfra sem og til samstarfsaðila okkar viljum við hafa jákvæð áhrif á aðfangakeðjuna og stuðla þannig enn frekar að samfélagslegri ábyrgð okkar í því samhengi.
Öryggisinnviðir efldir
Við gerum okkur grein fyrir því að upplýsingar og gögn sem starfsfólk vinnur með ásamt kerfum, netum og öðrum auðlindum eru ein mikilvægustu rekstrarlegu verðmæti samstæðunnar. Á árinu 2024 var innleiðingu á Sharepoint lokið og stór skref tekin við innleiðingu á CRM-kerfi, auk fleiri umfangsmikilla umbótaverkefna.
Breki Barkarson
Breki Barkarson starfar sem deildarstjóri hjá upplýsingatæknideild Ósa. Hér segir hann okkur frá helstu verkefnum og áskorunum deildarinnar á árinu 2024.
Breki Barkarson
Breki Barkarson starfar sem deildarstjóri hjá upplýsingatæknideild Ósa. Hér segir hann okkur frá helstu verkefnum og áskorunum deildarinnar á árinu 2024.
Fjárfest í mannauði
Stjórnarhættir samstæðunnar miða að því að skapa tækifæri og svigrúm fyrir starfsfólk til að vaxa og dafna í lífi og starfi og því er lögð áhersla á að bjóða margvíslega fræðslu og þjálfun sem hentar fjölbreyttum hópi starfsfólks.
Sif Svavarsdóttir
Sif Svavarsdóttir starfar sem sérfræðingur á mannauðssviði Ósa. Sif hefur leitt fjölmörg verkefni á sviði fræðslu og bætts starfsumhverfis.
Sif Svavarsdóttir
Sif Svavarsdóttir starfar sem sérfræðingur á mannauðssviði Ósa. Sif hefur leitt fjölmörg verkefni á sviði fræðslu og bætts starfsumhverfis.
Jafnrétti á vinnustað og bætt lífskjör
Hjá Ósum starfar öflugur hópur fólks með fjölbreyttan bakgrunn, margvíslega menntun og víðtæka reynslu og þekkingu af ýmsum sviðum samfélagsins. Mannauðurinn er okkar allra dýrmætasta auðlind og við ræktum hann með ýmsum leiðum, jafnt faglegu sem persónulegu hliðarnar.
Í jafnréttisáætlun Ósa er lögð áhersla á jafnan rétt og jafna stöðu starfsfólks, óháð kyni. Tilgangur hennar er að tryggja
Jafnlaunastefna Ósa hf. er launastefna og nær til allra starfsmanna fyrirtækisins. Markmið jafnlaunastefnu er að tryggja að allt starfsfólk
Í árlegri launagreiningu fyrirtækisins, sem fram fór í nóvember 2024, mældist kynbundinn munur á heildarkjörum 0,18%, konum í vil. Niðurstöðurnar
Ánægja starfsfólks
Ánægt starfsfólk er lykillinn að velgengni. Við hjá Ósum mælum reglulega starfsánægju okkar starfsfólks sem er almennt viljugt til að deila viðhorfi sínu til starfsins, stjórnunar og vinnustaðarins almennt. Árið 2024 voru lagðar þrjár kannanir fyrir starfsfólk sem gáfu að meðaltali niðurstöðu á styrkleikabili. Niðurstöður undirþátta og svör við opnum spurningum er afar mikilvægar upplýsingar sem nýttar eru til að gera vinnustaðinn enn öflugri og heilbrigðari.
Meðaltal heildarútkomu 2024
Meðal svarhlutfall 2024
Leiðarljós Ósa
Leiðarljós Ósa vísa starfsfólki veginn í daglegum störfum og samskiptum og eru stór þáttur í að skapa jákvæða og góða vinnustaðamenningu. Leiðarljósin eru afrakstur stefnumótunarvinnu þar sem allt starfsfólk samstæðunnar tók þátt og markaði í sameiningu samskiptasáttmálann. Leiðarljósin eru átta talsins og eru eftirfarandi:
- Við komum vel fram hvert við annað
- Við tölum við fólk en ekki um fólk
- Við hlustum af athygli og sýnum áhuga
- Við segjum það sem okkur býr í brjósti og veljum stað og stund
- Við gætum hvert annars og veitum stuðning
- Við deilum hugmyndum og fögnum ólíkum sjónarmiðum
- Við höfum rými til að læra og þroskast í samskiptum
- Við nýtum tækifærin til að hrósa hvert öðru
Leiðarljósin eru til þess ætluð að leiðbeina og styrkja okkur í samskiptum og eru þau orðin mikilvægur hluti af daglegum störfum og samskiptum í samsteypunni.
