
Árleg launagreining
27/03/2025
Í árlegri launagreiningu fyrirtækisins, sem fram fór í nóvember 2024, mældist kynbundinn munur á heildarkjörum 0,18%, konum í vil. Niðurstöðurnar gefa til kynna að enginn marktækur launamunur sé á milli kynja.
Launagreiningin er liður í að uppfylla skilyrði jafnlaunavottunar, sem felur í sér að fyrirtæki setji sér markmið og verklag til að tryggja jafna meðferð í launamálum. Jafnlaunavottun er viðurkennt vottunarferli sem miðar að því að útrýma kynbundnum launamun og stuðla að auknu gagnsæi og trausti í launaákvörðunum.
Með reglubundinni greiningu og skýru verklagi leitast fyrirtækið við að tryggja að laun séu ákvörðuð á hlutlægan, málefnalegan og réttlátan hátt fyrir allt starfsfólk.
Fleiri fréttir
Þann 2. september opnuðu dyrnar að nýrri H verslun að Bíldshöfða 9. Verslunin er öll hin glæsilegasta og þar má
H verslun heldur áfram að vaxa og á haustmánuðum opnaði ný boltabúð á Bíldshöfða og hefur hún hlotið góðar
Mars er mættur sem þýðir að Mottumars er hafinn. Eins og fyrri ár er hann tileinkaður baráttunni gegn krabbameinum hjá