Jafnlaunastefna Ósa

27/03/2025

Jafnlaunastefna Ósa hf. er launastefna og nær til allra starfsmanna fyrirtækisins. Markmið jafnlaunastefnu er að tryggja að allt starfsfólk njóti jafnra og sömu kjara fyrir sömu eða
jafnverðmæt störf þannig að ómálefnalegur launamunur sé ekki til staðar. Sé óútskýrður launamunur til staðar skal stöðugt unnið að því að útrýma honum.

Forstjóri Ósa hf. ber ábyrgð á jafnlaunakerfinu og að það sé í samræmi við gildandi lög og reglugerðir sem fjalla um jafna stöðu og jafnan rétt fólks, óháð kyni. Framkvæmdastjórar Ósa bera ábyrgð á að stefnunni sé framfylgt. Mannauðsstjóri er fulltrúi stjórnenda varðandi jafnlaunakerfið og er ábyrgur fyrir innleiðingu og viðhaldi þess í samræmi við jafnlaunastaðalinn ÍST 85.

 

Fleiri fréttir