Samfélagsskýrsla Ósa 2023
Fjárfest í framtíðinni
Á árinu 2023 héldu Ósar áfram að styrkja stöðu sína sem leiðandi afl í þágu heilsu og heilbrigðis Íslendinga. Við fjárfestum í fyrirtækjum með mikla reynslu og sérhæfingu á ólíkum sviðum, við tókum þátt í fjölmörgum samfélagstengdum verkefnum á sviði heilsueflingar, og við fjárfestum í innviðum og starfsfólki til að styrkja okkur til framtíðar.
Samfélagsskýrsla Ósa og dótturfélaga sýnir fram á heildstæða samantekt á þeim fjölbreyttu verkefnum samstæðunnar sem styðja við samfélagslega ábyrgð og gefur þannig góða mynd af starfseminni og því mikilvæga hlutverki sem félögin gegna í samfélagslegu tilliti.
Samfélagsuppgjörið okkar
Hjá Ósum er sjálfbær þróun stöðug vegferð sem kallar á heildarsýn og langtímahugsun.
Ósar nýta sér UFS viðmið og leiðbeiningar Nasdaq við uppgjörið sem sýnir niðurstöður og þróun þriggja meginþátta UFS sjálfbærnimælikvarðans á gagnsæjan og samanburðarhæfan hátt. Nánar um UFS
Stjórnarhættir
Félagslegir þættir
Umhverfismál
Jafnrétti kynjanna
50%
Hlutfall kvenna í stjórn og framkvæmdstjórn samstæðunnar.
Fjárfest í þekkingu
58
Fræðsluviðburðir á árinu 2023 fyrir starfsfólk samstæðunnar.
Fjárfest í þekkingu
87%
starfsfólks sótti fræðsluviðburði á vegum samstæðunnar á árinu.
Velferðartækni
340
Yfir 340 lyfjaskammtarar í notkun á landsvísu sem samanlagt hafa afgreitt meira en 250.000 lyfjaskammta til notenda.
Samfélagsábyrgð
Ósar hafa sett sér stefnu um samfélagslega ábyrgð og sjálfbæra þróun sem tekur til félagsins í heild. Stefnan byggir á fjórum meginstoðum sem móta áherslur og þau markmið og lykilverkefni sem unnið er að hverju sinni en sérstök áhersla er lögð á að fylgja fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun .
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Þau fjögur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem endurspegla markmið og lykilverkefni samstæðunnar eru heilsa og vellíðan, jafnrétti kynjanna, góð atvinna og hagvöxtur, og aðgerðir í loftslagsmálum.
Heilsa og vellíðan
Markmið okkar er að hafa áhrif á heilsu fólks og auka lífsgæði.
Jafnrétti kynjanna
Góð atvinna og hagvöxtur
Markmið okkar er að tryggja góð störf og rekstraröryggi með heilbrigðum rekstri.
Heilsa og vellíðan
Markmið okkar er að hafa áhrif á heilsu fólks og auka lífsgæði.
Jafnrétti kynjanna
Góð atvinna og hagvöxtur
Markmið okkar er að tryggja góð störf og rekstraröryggi með heilbrigðum rekstri
Samfélagsmarkmið Ósa 2024
Hjá Ósum leggjum við áherslu á að bæta heilsu og stuðla að almennu heilbrigði. Daglega tryggjum við landsmönnum aðgang að lífsnauðsynlegum lyfjum og lækningatækjum og erum leiðandi í sölu á vörum tengdum íþróttum, hreyfingu, fæðubótarefnum og heilsusamlegu fæði.
Samfélagsleg ábyrgð er samofin okkar starfsemi og menningu, og stefnum við á að vera í fararbroddi á Íslandi í að efla heilsu þjóðarinnar. Til viðbótar höfum við sett fram lykilmarkmið í sjálfbærni til næstu ára, sem endurspegla metnað okkar fyrir bæði heilbrigðum rekstri og heilbrigðum lífsstíl.