
Hundraðasti Evondos lyfjaskammtarinn afhentur
17/02/2025
Hundraðasti lyfjaskammtarinn hefur nú verið tekinn í notkun í Reykjavík en í heild hafa 150 einstaklingar nýtt skammtarana í lengri eða skemmri tíma.
Það var Velferðarsmiðja Reykjavíkur sem hóf innleiðingu á lyfjaskömmturum, í samstarfi við velferðartæknideild Icepharma, í október árið 2023 en þá voru 25 lyfjaskammtarar í notkun.
Hefur ekki misst úr lyfjagjöf
Segir í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg að hin 97 ára Andrea Kr. Þorleifsdóttir hafi fengið lyfjaskammtarann fyrir um það bil tveimur vikum og hafi ekki misst úr lyfjagjöf síðan enda að eigin sögn hæstánægð með skammtarann.
100 virkir lyfjaskammtarar í notkun
Þá er lyfjaskammtararnir vaktaðir af starfsfólki skjávers Velferðartæknismiðjunnar alla daga ársins og er það starfsfólk í heimaþjónustu sem sér um áfyllingar og viðbrögð við tilkynningum.
Ef notandi lyfjaskammtara missir úr lyfjagjöf fær starfsfólk tilkynningu og getur þá brugðist hratt við.
Lyfjaskammtararnir eru ört vaxandi þjónusta en daglega berast heimaþjónustu Reykjavíkur nýjar umsóknir um þá. Mikill ávinningur þykir af notkun lyfjaskammtara og aukið öryggi fyrir notendur sem gleyma síður lyfjum sínum. Þá er fólk ekki lengur háð því að bíða eftir að starfsmaður heimaþjónustu komi og gefi þeim lyf. Ávinningur er einnig fyrir starfsfólk í heimaþjónustu með aukinni skilvirkni.
Fleiri fréttir
Fyrirtækið E. Bridde, sem sérhæfir sig í tannlækningavörum, var keypt á árinu 2023 og með fyrirtækinu kom Straumann sem
Icepharma hefur hafið samstarf við PROSENSO um sölu og markaðssetningu á byltingarkenndum ósterílum hönskum hérlendis. Þetta eru nítril hanskar án
Prjónahópur ÓSA ákvað að láta gott af sér leiða og prjónaði vettlinga og sokka fyrir skjólstæðinga Frú Ragnheiðar. Frú Ragnheiður