Lyfjaskammtari

Hundraðasti Evondos lyfjaskammtarinn afhentur

17/02/2025

Hundraðasti lyfja­skammt­ar­inn hef­ur nú verið tek­inn í notk­un í Reykja­vík en í heild hafa 150 ein­stak­ling­ar nýtt skammt­ar­ana í lengri eða skemmri tíma.

Það var Vel­ferðarsmiðja Reykja­vík­ur sem hóf inn­leiðingu á lyfja­skömmt­ur­um, í sam­starfi við vel­ferðar­tækni­deild Icepharma, í októ­ber árið 2023 en þá voru 25 lyfja­skammt­ar­ar í notk­un.

Hef­ur ekki misst úr lyfja­gjöf

Seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg að hin 97 ára Andrea Kr. Þor­leifs­dótt­ir hafi fengið lyfja­skammt­ar­ann fyr­ir um það bil tveim­ur vik­um og hafi ekki misst úr lyfja­gjöf síðan enda að eig­in sögn hæst­ánægð með skammt­ar­ann. 

100 virk­ir lyfja­skammt­ar­ar í notk­un

Þá er lyfja­skammt­ar­arn­ir vaktaðir af starfs­fólki skjá­vers Vel­ferðar­tækn­ismiðjunn­ar alla daga árs­ins og er það starfs­fólk í heimaþjón­ustu sem sér um áfyll­ing­ar og viðbrögð við til­kynn­ing­um.

Ef not­andi lyfja­skammt­ara miss­ir úr lyfja­gjöf fær starfs­fólk til­kynn­ingu og get­ur þá brugðist hratt við.

Lyfja­skammt­ar­arn­ir eru ört vax­andi þjón­usta en dag­lega ber­ast heimaþjón­ustu Reykja­vík­ur nýj­ar um­sókn­ir um þá. Mik­ill ávinn­ing­ur þykir af notk­un lyfja­skammt­ara og aukið ör­yggi fyr­ir not­end­ur sem gleyma síður lyfj­um sín­um. Þá er fólk ekki leng­ur háð því að bíða eft­ir að starfsmaður heimaþjón­ustu komi og gefi þeim lyf. Ávinn­ing­ur er einnig fyr­ir starfs­fólk í heimaþjón­ustu með auk­inni skil­virkni.

Fleiri fréttir