
Nýtt hátæknivætt vöruhús á Hólmsheiði
17/02/2025
Parlogis er í hópi þeirra fyrirtækja sem á haustmánuðum handsöluðu lóðarvilyrði við Reykjavíkurborg um uppbyggingu atvinnustarfsemi á Hólmsheiði. Parlogis stefnir að því að byggja nýtt og glæsilegt hátæknivætt vöruhús á svæðinu, sem kemur til með að sameina þau tvö vöruhús sem Parlogis rekur í dag, við Krókháls og í Skútuvogi.
Lóðin sem Parlogis kemur til með að nota undir nýja vöruhúsið telur 33.000 fermetra en vöruhúsið mun styðja við mikilvægt hlutverk félagsins að tryggja landsmönnum aðgengi að lífsnauðsynlegum lyfjum og öðrum heilbrigðisvörum.
Starfsfólk félagsins er einkar ánægt með að hafa verið valið úr hópi fyrirtækja til að taka þátt í uppbyggingu á þessu spennandi svæði sem jafnframt tryggir Parlogis og samstæðu Ósa mikið svigrúm til framtíðarvaxtar.
Sem fyrr segir verða önnur fyrirtæki sömuleiðis með starfsemi á svæðinu en þar má sem dæmi nefna Ölgerðina, Alvotech, Veritas og Safari.
Fleiri fréttir
Í kjölfar Heilsu- og lífsstílsdaga Nettó, spratt upp hugmynd að samstarfsverkefni sem nú hefur verið efnt til. Verkefnið ber yfirskriftina;
Icepharma styrkir Krabbameinsfélagið um 150kr. af hverjum seldum Curaprox tannbursta merktum Bleiku slaufunni. Icepharma tekur þátt í söfnunarátaki Bleiku slaufunnar
Eitt af fjárfestingarverkefnum Ósa á síðastliðnu ári voru kaup á hlut í félaginu Greenfit ehf. Greenfit er tiltölulega ungt fyrirtæki,