Þátttaka á heilsudögum
17/02/2025
Heilsudeild Icepharma hefur um árabil tekið virkan þátt í heilsudögum endursöluaðila á Íslandi, og árið 2024 var engin undantekning. Icepharma tók meðal annars þátt í heilsudögum verslana eins og Nettó, Hagkaups og Fjarðarkaups, sem fóru fram bæði í ársbyrjun og síðar á haustmánuðum.
Þátttaka Icepharma á þessum viðburðum er fjölbreytt og gagnleg fyrir neytendur. Á heilsudögum gefst landsmönnum tækifæri til að kaupa bæði matvöru og bætiefni á hagstæðu verði. Jafnframt leggur Icepharma mikla áherslu á fræðslu um heilbrigðan lífsstíl og veljum við vörur sem stuðla að bættri heilsu og vellíðan.
Starfsfólk heilsudeildar Icepharma, í samstarfi við markaðssvið fyrirtækisins, hefur sýnt mikinn metnað og elju í því að koma heilsusamlegum vörum og gagnlegum upplýsingum á framfæri til landsmanna. Þessi viðburðir eru því ekki aðeins sölutækifæri heldur einnig mikilvægt tækifæri til að stuðla að heilsueflingu og aukinni vitund neytenda um hollari valkosti.
Fleiri fréttir
Heimurinn er að breytast og meðalaldur fer hækkandi. Breyting á aldurssamsetningu þjóðarinnar með auknum fjölda eldri borgara mun gera auknar
H verslun heldur áfram að vaxa og á haustmánuðum opnaði ný boltabúð á Bíldshöfða og hefur hún hlotið góðar
Icepharma hefur hafið samstarf við PROSENSO um sölu og markaðssetningu á byltingarkenndum ósterílum hönskum hérlendis. Þetta eru nítril hanskar án