
Icepharma tekur þátt í Nýsköpunardegi hins opinbera
08/06/2023
Þann 23. maí síðastliðinn tók Icepharma þátt í Nýsköpunardegi hins opinbera. Markmið Nýsköpunardagsins er að stuðla að auknum opinberum innkaupum á nýsköpun með sérstakri áherslu á lausnir sem skapa sparnað í opinberum rekstri.
Hjörtur Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri á heilbrigðissviði Icepharma, hélt þar erindi um velferðartækni og hvernig Icepharma er leiðandi í velferðartæknilausnum sem auka gæði þjónustu ásamt því að spara kostnað og minnka álag á starfsfólk í heilbrigðiskerfinu.
Hér að neðan er hægt að horfa á erindi Hjartar frá Nýsköpunardeginum.
Fleiri fréttir
Prjónahópur ÓSA ákvað að láta gott af sér leiða og prjónaði vettlinga og sokka fyrir skjólstæðinga Frú Ragnheiðar. Frú Ragnheiður
Heimurinn er að breytast og meðalaldur fer hækkandi. Breyting á aldurssamsetningu þjóðarinnar með auknum fjölda eldri borgara mun gera auknar
Fyrirtækið E. Bridde, sem sérhæfir sig í tannlækningavörum, var keypt á árinu 2023 og með fyrirtækinu kom Straumann sem


