Ósar er til fyrirmyndar

15/05/2023

Í dag afhenti Eliza Reid, forsetafrú, Ósum viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar sem er hreyfiaflsverkefni FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu á ráðstefnunni Jafnrétti er ákvörðun.

Viðurkenninguna hlutu þau félög sem höfðu náð að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnar en Ósar hefur frá upphafi státað af jöfnu kynjahlutfalli karla og kvenna í stjórn samstæðunnar.

Rannsóknir sýna að fyrirtæki sem hafa sambærilegt hlutfall karla og kvenna í stjórn og hærri stjórnunarstöðum eru betur rekin, huga betur að samfélagsábyrgð, veita betri þjónustu og leggja meiri áherslu á gæði.

Við erum einstaklega þakklát og stolt fyrir viðurkenninguna enda eru jafnréttismál okkur hjartans mál.

Á meðfylgjandi mynd má sjá þau Maríu Bragadóttur, fjármálastjóra Ósa og Hörð Þórhallsson, forstjóra Ósa, með viðurkenninguna.

Fleiri fréttir

Ný H verslun opnar með pompi og prakt

10/09/2022|

Þann 2. september opnuðu dyrnar að nýrri H verslun að Bíldshöfða 9. Verslunin er öll hin glæsilegasta og þar má finna mörg heimsleiðandi merki fyrir heilbrigðan og virkan lífsstíl. Sandra Sif Magnúsdóttir, Deildastjóri verslunar hjá

Fyrst með stóma yfir Ermarsundið

09/05/2022|

Sigríður Lárusdóttir 57 ára lífeindafræðingur lætur ekkert stoppa sig og ætlar sér að taka þátt í boðsundi yfir Ermarsundið þrátt fyrir að vera með stóma. Icepharma gerðist nýlega stoltur styrktaraðili Sigríðar og vill leggja sitt

Safna fyrir Úkraínu með því að selja teikningar

11/03/2022|

Þeir Helgi Hrafn Magnússon og Kjartan Gestur Guðmundsson í 4. bekk Brekkuskóla á Akureyri komust í fréttirnar á dögunum fyrir eftirtektarvert framtak sitt í bænum. Þeir gerðu sér lítið fyrir og seldu myndlist sína í