
Árleg launagreining
27/03/2025
Í árlegri launagreiningu fyrirtækisins, sem fram fór í nóvember 2024, mældist kynbundinn munur á heildarkjörum 0,18%, konum í vil. Niðurstöðurnar gefa til kynna að enginn marktækur launamunur sé á milli kynja.
Launagreiningin er liður í að uppfylla skilyrði jafnlaunavottunar, sem felur í sér að fyrirtæki setji sér markmið og verklag til að tryggja jafna meðferð í launamálum. Jafnlaunavottun er viðurkennt vottunarferli sem miðar að því að útrýma kynbundnum launamun og stuðla að auknu gagnsæi og trausti í launaákvörðunum.
Með reglubundinni greiningu og skýru verklagi leitast fyrirtækið við að tryggja að laun séu ákvörðuð á hlutlægan, málefnalegan og réttlátan hátt fyrir allt starfsfólk.
Fleiri fréttir
Akademía Icepharma var haldin með pompi og prakt í byrjun september þar sem starfsfólki apóteka á höfuðborgarsvæðinu var boðið að
Icepharma hefur hafið samstarf við PROSENSO um sölu og markaðssetningu á byltingarkenndum ósterílum hönskum hérlendis. Þetta eru nítril hanskar án
Icepharma styrkir Krabbameinsfélagið um 150kr. af hverjum seldum Curaprox tannbursta merktum Bleiku slaufunni. Icepharma tekur þátt í söfnunarátaki Bleiku slaufunnar