
Ósar fjárfestir í Greenfit
14/11/2023
Eitt af fjárfestingarverkefnum Ósa á síðastliðnu ári voru kaup á hlut í félaginu Greenfit ehf.
Greenfit er tiltölulega ungt fyrirtæki, stofnað í upphafi árs 2020. Allar götur síðan hefur Greenfit verið leiðandi í heilsufarsmælingum hér á landi en fjölmargir Íslendingar hafa farið í ástandsskoðun hjá Greenfit. Ástandsskoðun hefur verið ein vinsælasta þjónustan í gegnum árin en það er allsherjar skoðun á einstaklingum og er samsett úr ýmsum mælingum, svo sem blóðmælingu, efnaskiptamælingu, blóðþrýsting, álagsmælingu, öndunarmælingu, líkamssamsetningu og gripstyrk.
Síðan Greenfit hóf að bjóða upp á ástandsskoðun hefur fyrirtækið vaxið og dafnað og býður nú upp á fjölbreytta þjónustu. Má þar nefna ítarlegar heilsufarsmælingar, heilsuþjálfun, hlaupaþjálfun og næringarþjálfun. Á síðasta ári bættust svo við rauðljósa, kulda- og súerefnismeðferðir en þær hafa fengið gríðarlega góðar viðtökur.
Ósar er stoltur hluthafi í Greenfit enda fellur starfsemi fyrirtækisins vel að framtíðarsýn samstæðunnar sem snýr að heilsueflingu landsmanna.
Fleiri fréttir
Í kjölfar Heilsu- og lífsstílsdaga Nettó, spratt upp hugmynd að samstarfsverkefni sem nú hefur verið efnt til. Verkefnið ber yfirskriftina;
Prjónahópur ÓSA ákvað að láta gott af sér leiða og prjónaði vettlinga og sokka fyrir skjólstæðinga Frú Ragnheiðar. Frú Ragnheiður
Akademía Icepharma var haldin með pompi og prakt í byrjun september þar sem starfsfólki apóteka á höfuðborgarsvæðinu var boðið að


