Metár í sölu á bætiefnum og lífrænni matvöru

17/02/2025

Heilsudeild Icepharma náði einstaklega góðum árangri á árinu í sölu á bætiefnum frá NOW Foods og lífrænni matvöru frá MUNA. Um var að ræða metár í tilviki beggja vörumerkjanna og ljóst að heilsuvitund landsmanna heldur áfram að eflast. 

MUNA er íslenskt vörumerki í eigu Icepharma sem leggur áherslu á heildrænan og heilbrigðan lífsstíl, hefur heiðarleika og gagnsæi að leiðarljósi og leitast við að upplýsa markaðinn um hollara val með því að bjóða upp á hreina og lífræna matvöru á hagkvæmu verði. 

NOW Foods hefur verið leiðandi vörumerki í flokki bætiefna hér á landi um langt skeið, enda einn þekktasti og virtasti framleiðandi vítamína og fæðubótarefna í heiminum. NOW er einnig mjög þekkt fyrir þann einstaka metnað sem fyrirtækið leggur í rannsóknir á virkni og öryggi fæðubótarefnanna sem það framleiðir. Neytendur geta því treyst því að þeir séu að fá fæðubótarefni sem virka. 

Starfsfólk deildarinnar er einkar stolt af þessum árangri sem rímar vel við yfirlýst markmið samstæðunnar er varða heilsu og vellíðan og aðgerðir í loftslagsmálum. 

Fleiri fréttir