
Hádegisjóga fyrir starfsfólk
13/02/2025
Í takt við stefnu sína um vellíðan og heilbrigði starfsmanna hefur Ósar hafið reglulega jógatíma í hádeginu, sem fara fram annan hvern þriðjudag. Tímarnir eru leiddir af jóga kennara og samanstanda af Jóga Nídra og Yin Jóga, sem einblína á djúpa slökun, hugleiðslu og mjúkar teygjur.
Fyrsti jógatíminn var haldinn mánudaginn 27. maí og fékk mjög góðar viðtökur meðal starfsmanna. Jógatímarnir standa öllum starfsmönnum til boða og eru tilvaldir fyrir þá sem vilja hvíld frá amstri dagsins, draga úr streitu og bæta líkams- og andlega heilsu sína.
Ósar leggur mikla áherslu á vellíðan starfsfólks og vonast til að þessi viðbót við vinnudaginn stuðli að betri líðan, minni streitu og aukinni einbeitingu í daglegu starfi. Fyrirtækið hvetur alla starfsmenn til að nýta sér þetta frábæra tækifæri til að næra líkama og sál.
Fleiri fréttir
Prjónahópur ÓSA ákvað að láta gott af sér leiða og prjónaði vettlinga og sokka fyrir skjólstæðinga Frú Ragnheiðar. Frú Ragnheiður
Icepharma hefur hafið samstarf við PROSENSO um sölu og markaðssetningu á byltingarkenndum ósterílum hönskum hérlendis. Þetta eru nítril hanskar án
Akademía Icepharma var haldin með pompi og prakt í byrjun september þar sem starfsfólki apóteka á höfuðborgarsvæðinu var boðið að


