Ósar fjárfestir í Greenfit

14/11/2023

Eitt af fjárfestingarverkefnum Ósa á síðastliðnu ári voru kaup á hlut í félaginu Greenfit ehf. 

Greenfit er tiltölulega ungt fyrirtæki, stofnað í upphafi árs 2020. Allar götur síðan hefur Greenfit verið leiðandi í heilsufarsmælingum hér á landi en fjölmargir Íslendingar hafa farið í ástandsskoðun hjá Greenfit. Ástandsskoðun hefur verið ein vinsælasta þjónustan í gegnum árin en það er allsherjar skoðun á einstaklingum og er samsett úr ýmsum mælingum, svo sem blóðmælingu, efnaskiptamælingu, blóðþrýsting, álagsmælingu, öndunarmælingu, líkamssamsetningu og gripstyrk.

Síðan Greenfit hóf að bjóða upp á ástandsskoðun hefur fyrirtækið vaxið og dafnað og býður nú upp á fjölbreytta þjónustu. Má þar nefna ítarlegar heilsufarsmælingar, heilsuþjálfun, hlaupaþjálfun og næringarþjálfun. Á síðasta ári bættust svo við rauðljósa, kulda- og súerefnismeðferðir en þær hafa fengið gríðarlega góðar viðtökur.

Ósar er stoltur hluthafi í Greenfit enda fellur starfsemi fyrirtækisins vel að framtíðarsýn samstæðunnar sem snýr að heilsueflingu landsmanna.

Fleiri fréttir

  • Í dag afhenti Eliza Reid, forsetafrú, Ósum viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar sem er hreyfiaflsverkefni FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu á ráðstefnunni

  • Yfir 250 þúsund lyfja­skammt­ar hafa nú verið af­hent­ir með sjálf­virka lyfja­skammt­ar­an­um frá Evondos hér á landi.  Tvö ár eru liðin

  • H verslun heldur áfram að vaxa og á haustmánuðum opnaði ný boltabúð á Bíldshöfða og hefur hún hlotið góðar