
Prjónahópur Ósa lætur gott af sér leiða með
20/12/2023
Prjónahópur ÓSA ákvað að láta gott af sér leiða og prjónaði vettlinga og sokka fyrir skjólstæðinga Frú Ragnheiðar.
Frú Ragnheiður vinnur eftir hugmyndafræði skaðaminnkunar þar sem lögð er áhersla á að fyrirbyggja þann skaða og þá áhættu sem hljótast af notkun vímuefna fremur en að fyrirbyggja notkunina sjálfa. Frú Ragnheiður hefur það að markmiði að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll og óafturkræfan skaða sem og að auka lífsgæði og bæta heilsufar einstaklinga sem nota vímuefni í æð með því að veita lágþröskuldaþjónustu í nærumhverfi einstaklinga. Lækkun á tíðni sýkinga og útbreiðslu smitsjúkdóma á borð við HIV og lifrarbólgu C, færri dauðsföll af völdum ofskömmtunar, ábyrgari neysluhegðun og minna af notuðum sprautubúnaði í almenningsrýmum eru á meðal þess ávinnings sem hlýst af verkefninu án mikils tilkostnaðar.
Prjónahópur Ósa spratt út frá Heilsusjóði Ósa, sem er styrktarsjóður með það að markmiði að hvetja starfsfólk, þvert á samstæðuna, til aukinnar heilsueflingar og samverustunda.
Þær Bryndís Þóra Guðmundsdóttir og Þóra Kristín Bjarnadóttir afhentu Sólveigu Gísladóttur, verkefnastóra frú Ragnheiðar afrakstur verkefnisins í dag. Alls tóku fimmtán manns þátt í þessu fallega verkefni frá ÓSUM.
Fleiri fréttir
Eitt af fjárfestingarverkefnum Ósa á síðastliðnu ári voru kaup á hlut í félaginu Greenfit ehf. Greenfit er tiltölulega ungt fyrirtæki,
Í dag afhenti Eliza Reid, forsetafrú, Ósum viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar sem er hreyfiaflsverkefni FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu á ráðstefnunni
Fyrirtækið E. Bridde, sem sérhæfir sig í tannlækningavörum, var keypt á árinu 2023 og með fyrirtækinu kom Straumann sem