
Ósar fjárfestir í Greenfit
14/11/2023
Eitt af fjárfestingarverkefnum Ósa á síðastliðnu ári voru kaup á hlut í félaginu Greenfit ehf.
Greenfit er tiltölulega ungt fyrirtæki, stofnað í upphafi árs 2020. Allar götur síðan hefur Greenfit verið leiðandi í heilsufarsmælingum hér á landi en fjölmargir Íslendingar hafa farið í ástandsskoðun hjá Greenfit. Ástandsskoðun hefur verið ein vinsælasta þjónustan í gegnum árin en það er allsherjar skoðun á einstaklingum og er samsett úr ýmsum mælingum, svo sem blóðmælingu, efnaskiptamælingu, blóðþrýsting, álagsmælingu, öndunarmælingu, líkamssamsetningu og gripstyrk.
Síðan Greenfit hóf að bjóða upp á ástandsskoðun hefur fyrirtækið vaxið og dafnað og býður nú upp á fjölbreytta þjónustu. Má þar nefna ítarlegar heilsufarsmælingar, heilsuþjálfun, hlaupaþjálfun og næringarþjálfun. Á síðasta ári bættust svo við rauðljósa, kulda- og súerefnismeðferðir en þær hafa fengið gríðarlega góðar viðtökur.
Ósar er stoltur hluthafi í Greenfit enda fellur starfsemi fyrirtækisins vel að framtíðarsýn samstæðunnar sem snýr að heilsueflingu landsmanna.
Fleiri fréttir
Icepharma styrkir Krabbameinsfélagið um 150kr. af hverjum seldum Curaprox tannbursta merktum Bleiku slaufunni. Icepharma tekur þátt í söfnunarátaki Bleiku slaufunnar
H verslun heldur áfram að vaxa og á haustmánuðum opnaði ný boltabúð á Bíldshöfða og hefur hún hlotið góðar
Eitt af fjárfestingarverkefnum Ósa á síðastliðnu ári voru kaup á hlut í félaginu Greenfit ehf. Greenfit er tiltölulega ungt fyrirtæki,


