
Ósar er til fyrirmyndar
15/05/2023
Í dag afhenti Eliza Reid, forsetafrú, Ósum viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar sem er hreyfiaflsverkefni FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu á ráðstefnunni Jafnrétti er ákvörðun.
Viðurkenninguna hlutu þau félög sem höfðu náð að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnar en Ósar hefur frá upphafi státað af jöfnu kynjahlutfalli karla og kvenna í stjórn samstæðunnar.
Rannsóknir sýna að fyrirtæki sem hafa sambærilegt hlutfall karla og kvenna í stjórn og hærri stjórnunarstöðum eru betur rekin, huga betur að samfélagsábyrgð, veita betri þjónustu og leggja meiri áherslu á gæði.
Við erum einstaklega þakklát og stolt fyrir viðurkenninguna enda eru jafnréttismál okkur hjartans mál.
Á meðfylgjandi mynd má sjá þau Maríu Bragadóttur, fjármálastjóra Ósa og Hörð Þórhallsson, forstjóra Ósa, með viðurkenninguna.
Fleiri fréttir
Mars er mættur sem þýðir að Mottumars er hafinn. Eins og fyrri ár er hann tileinkaður baráttunni gegn krabbameinum hjá
Eitt af fjárfestingarverkefnum Ósa á síðastliðnu ári voru kaup á hlut í félaginu Greenfit ehf. Greenfit er tiltölulega ungt fyrirtæki,
60 ára sögu Speedo var fagnað í Sundhöll Hafnarfjarðar á haustmánuðum 2023 með glæsilegum hætti þar sem sundföt síðustu áratuga


