Mikilvægt fyrir velferðarsamfélag framtíðarinnar
31/05/2024
Heimurinn er að breytast og meðalaldur fer hækkandi. Breyting á aldurssamsetningu þjóðarinnar með auknum fjölda eldri borgara mun gera auknar kröfur til velferðarþjónustunnar. Það er því afar mikilvægt að horfa á öldrun þjóðarinnar sem tækifæri til framfara og framþróunar.
Velferðartækni Ósa spilar mikilvægt hlutverk í heilbrigðis- og velferðarsamfélaginu með því að bjóða vörur og þjónustu sem miðar að því að efla og viðhalda heilsu landsmanna. Samstæðan vill verða leiðandi í mótun heilsu- og velferðarsamfélags framtíðarinnar með því að bjóða upp á nýskapandi lausnir fyrir íslenskt samfélag.
Starfsfólk velferðartæknisviðs býr yfir sérþekkingu á íslensku heilbrigðiskerfi og er tilbúið til þess að mæta þeim áskorunum sem bíða okkar í velferðarsamfélagi framtíðarinnar.
Nánar um velferðartækni hjá Icepharma
Fleiri fréttir
Í síðustu viku var heilsuvika Ósa haldin þar sem markmið var að virkja starfsfólk til að huga að heilsunni saman.
Yfir 250 þúsund lyfjaskammtar hafa nú verið afhentir með sjálfvirka lyfjaskammtaranum frá Evondos hér á landi. Tvö ár eru liðin
Í kjölfar Heilsu- og lífsstílsdaga Nettó, spratt upp hugmynd að samstarfsverkefni sem nú hefur verið efnt til. Verkefnið ber yfirskriftina;