
Yfir 250.000 lyfjaskammtar afhentir með Evondos
30/12/2023
Yfir 250 þúsund lyfjaskammtar hafa nú verið afhentir með sjálfvirka lyfjaskammtaranum frá Evondos hér á landi.
Tvö ár eru liðin frá því að fyrstu lyfjaskammtararnir fóru inn á einkaheimili og hafa nú þegar yfir þrjú hundruð einstaklingar nýtt sér þjónustuna á Íslandi með frábærum árangri.
Evondos er sjálfvirkur lyfjaskammtari og hentar vel einstaklingum sem búa heima en þurfa daglega eða oftar aðstoð og eftirfylgni við lyfjainntöku. Evondos lyfjaskammtarinn tryggir rétta lyf á réttum tíma. Í tækið eru settar lyfjarúllur með lyfjapokum sem geta dugað í allt að heilan mánuð ef einstaklingur er að taka lyf tvisvar á dag. Tækið les þær upplýsingar sem koma fram á hverjum lyfjapoka og gefur frá sér áminningu á íslensku, hljóðmerki/raddleiðbeiningu og tilkynningu á skjá, þegar einstaklingur á að taka lyfin sín.
Evondos lyfjaskammtarinn er ein af þeim mörgu vörum sem velferðartæknisvið Icepharma hefur á undanförnum árum innleitt fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi. Eitt af megin markmiðum velferðartæknisviðs Icepharma er að auka lífsgæði og sjálfstæði fólks og gera því kleift að búa lengur í öryggi heima við.
Fleiri fréttir
H verslun heldur áfram að vaxa og á haustmánuðum opnaði ný boltabúð á Bíldshöfða og hefur hún hlotið góðar
Í kjölfar Heilsu- og lífsstílsdaga Nettó, spratt upp hugmynd að samstarfsverkefni sem nú hefur verið efnt til. Verkefnið ber yfirskriftina;
Icepharma hefur hafið samstarf við PROSENSO um sölu og markaðssetningu á byltingarkenndum ósterílum hönskum hérlendis. Þetta eru nítril hanskar án


