
Speedo fagnar 60 ára sögu á Íslandi með glæsibrag
28/10/2023
60 ára sögu Speedo var fagnað í Sundhöll Hafnarfjarðar á haustmánuðum 2023 með glæsilegum hætti þar sem sundföt síðustu áratuga fengu að njóta sín.
Speedo kom til Íslands árið 1963 þegar Torfi Tómasson flutti vörumerkið fyrst inn en merkið var upphaflega stofnað í Ástralíu árið 1928. Icepharma tók við umboðinu árið 2014 og hefur því verið stýrt undir dyggri stjórn Daggar Ívarsdóttur, vörumerkjastjóra.
Speedo hefur lagt áherslu á að bjóða öllum sem iðka sund gæða vöru sem hentar hverjum og einum. Allt frá vöru fyrir ólympíufara, æfingafatnað fyrir sundiðkendur, almenna iðkendur og börn, með það að markmiði að allri fái sem mest út úr sundiðkun sinni.
Sund og sundmenning er sannarlega samofin íslenskri menningu og margir hér á landi sem nýta sér hinar fjölmörgu sundlaugar til heilsueflingar. Ísland er í raun eitt af fáum löndun í heiminum sem býr að jafn mörgum sundlaugum og náttúrulaugum sem er án efa sérstaða okkar sem gerir það að verkum að Speedo hefur fengið að blómstra vel hérlendis og mun án efa gera áfram.
Fleiri fréttir
Akademía Icepharma var haldin með pompi og prakt í byrjun september þar sem starfsfólki apóteka á höfuðborgarsvæðinu var boðið að
Mars er mættur sem þýðir að Mottumars er hafinn. Eins og fyrri ár er hann tileinkaður baráttunni gegn krabbameinum hjá
Í kjölfar Heilsu- og lífsstílsdaga Nettó, spratt upp hugmynd að samstarfsverkefni sem nú hefur verið efnt til. Verkefnið ber yfirskriftina;