
Umhverfisvænir einnota hanskar
25/05/2023
Icepharma hefur hafið samstarf við PROSENSO um sölu og markaðssetningu á byltingarkenndum ósterílum hönskum hérlendis. Þetta eru nítril hanskar án púðurs sem eru með nýrri og einstakri formúlu NBR (Nitrile Butadiene Rubber) sem gerir hönskunum kleift að brotna niður í umhverfi loftháðra og loftfirtra örvera á urðunarstöðum. Í ákjósanlegu umhverfi brotna PROSENSO™ hanskarnir niður á minna en þremur og hálfu ári. Til samanburðar tekur sambærilega nítril hanska allt að 100 ár að brotna niður.
Meira en einum milljarði tonna af nítril hönskum er hent á ári hverju í heiminum. Mikið magn af þessum hönskum endar á röngum stöðum með tilheyrandi mengun. Þróun á umhverfisvænum nítríl hönskum, sem brotna niður í náttúrunni, er því gríðarlega mikilvægt framfaraskref fyrir umhverfisvernd.
Icepharma er virkilega stolt af samstarfinu og mun kappkosta að kynna þessa umhverfisvænu nýjung hérlendis og þannig tryggja aðgengi heilbrigðisstofnanna og fyrirtækja að þessari byltingarkenndu nýjung.
Hægt er að panta hanskana á Vörutorgi Icepharma.
Fleiri fréttir
Mars er mættur sem þýðir að Mottumars er hafinn. Eins og fyrri ár er hann tileinkaður baráttunni gegn krabbameinum hjá
Yfir 250 þúsund lyfjaskammtar hafa nú verið afhentir með sjálfvirka lyfjaskammtaranum frá Evondos hér á landi. Tvö ár eru liðin
Fyrirtækið E. Bridde, sem sérhæfir sig í tannlækningavörum, var keypt á árinu 2023 og með fyrirtækinu kom Straumann sem


