
Umhverfisvænir einnota hanskar
25/05/2023
Icepharma hefur hafið samstarf við PROSENSO um sölu og markaðssetningu á byltingarkenndum ósterílum hönskum hérlendis. Þetta eru nítril hanskar án púðurs sem eru með nýrri og einstakri formúlu NBR (Nitrile Butadiene Rubber) sem gerir hönskunum kleift að brotna niður í umhverfi loftháðra og loftfirtra örvera á urðunarstöðum. Í ákjósanlegu umhverfi brotna PROSENSO™ hanskarnir niður á minna en þremur og hálfu ári. Til samanburðar tekur sambærilega nítril hanska allt að 100 ár að brotna niður.
Meira en einum milljarði tonna af nítril hönskum er hent á ári hverju í heiminum. Mikið magn af þessum hönskum endar á röngum stöðum með tilheyrandi mengun. Þróun á umhverfisvænum nítríl hönskum, sem brotna niður í náttúrunni, er því gríðarlega mikilvægt framfaraskref fyrir umhverfisvernd.
Icepharma er virkilega stolt af samstarfinu og mun kappkosta að kynna þessa umhverfisvænu nýjung hérlendis og þannig tryggja aðgengi heilbrigðisstofnanna og fyrirtækja að þessari byltingarkenndu nýjung.
Hægt er að panta hanskana á Vörutorgi Icepharma.
Fleiri fréttir
Heimurinn er að breytast og meðalaldur fer hækkandi. Breyting á aldurssamsetningu þjóðarinnar með auknum fjölda eldri borgara mun gera auknar
Icepharma styrkir Krabbameinsfélagið um 150kr. af hverjum seldum Curaprox tannbursta merktum Bleiku slaufunni. Icepharma tekur þátt í söfnunarátaki Bleiku slaufunnar
Í dag afhenti Eliza Reid, forsetafrú, Ósum viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar sem er hreyfiaflsverkefni FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu á ráðstefnunni


