Heilbrigður jarðvegur fyrir heilsubætandi starfsemi
Heilsa er grunnstoð allrar starfsemi Ósa. Við hlúum að heilsu starfsfólks með fjölbreyttum hætti, á sama tíma og starfsfólkið leggur sitt af mörkum daglega til að bæta heilsu og lífsgæði landsmanna.
Dótturfélög samstæðunnar sinna fjölbreyttum geirum heilsu – allt frá lyfjum, hjúkrunarvörum og frjósemisþjónustu til vítamína, tannbursta og hlaupaskóa.
Með þessari breidd í vöru- og þjónustuframboði, ásamt ástríðu og sérþekkingu starfsfólks, gegnum við lykilhlutverki í að efla heilsu á ólíkum sviðum samfélagsins.

Evuhús og Sunna frjósemi
Ósar kom að stofnun Evuhúss og Sunnu frjósemisstofu sem hóf formlegan rekstur í september 2024 og hefur starfsemin hlotið lofsamlegar viðtökur.
Sunna frjósemisstofa var stofnuð með það að markmiði að veita fólki í frjósemisferli þá þjónustu sem þau þurfa með áherslu á hlýju, samkennd og fagmennsku.
Aðkoma Ósa að Sunnu er þáttur í vegferð félagsins að vera leiðandi í heilsu á Íslandi og og endurspeglar hlutverk Ósa sem lífæð heilbrigðis í íslensku samfélagi.
Þórir Harðarson
Þórir Harðarson er framkvæmdastjóri, fósturfræðingur og meðeigandi í Evuhúsi og Sunnu frjósmeisstofu. Hér segir hann okkur frá starfseminni og þeirri vegferð sem fyrirtækið er á.
Þórir Harðarson
Þórir Harðarson er framkvæmdastjóri, fósturfræðingur og meðeigandi í Evuhúsi og Sunnu frjósemisstofu. Hér segir hann okkur frá starfseminni og þeirri vegferð sem fyrirtækið er á.
Ný vítamínlína frá MUNA framleidd á Grenivík
Ný vítamínlína frá MUNA leit dagsins ljós í byrjun janúar ’24 við góðar móttökur.
MUNA línan er hönnuð til að styðja við ónæmiskerfið, orku, beinheilsu og almenna vellíðan – með það að markmiði að hjálpa fólki að bæta heilsu sína.
MUNA vítamínlínan er framleidd á Grenivík, þar sem unnið er eftir ströngum gæðastöðlum og vinnsluaðferðum. Þannig er tryggt að hver einasta vara sé bæði örugg og virk, með fyrsta flokks hráefni sem eru vandlega valin.

Þuríður Hrund Hjartardóttir, Director of Health & Sports at Icepharma:
“Supplements play a vital role in supporting overall health and lifestyle. In today’s fast-paced life, it’s hard to get enough essential vitamins and minerals from food alone. We are proud to introduce MUNA vitamins and hope they become a key support for Icelanders’ healthy lifestyles. By choosing Icelandic production, we support local innovation and ensure globally competitive quality.”
Gæði og örugg dreifing
Parlogis hefur ríku hlutverki að gegna gagnvart þeim sem glíma við veikindi. Fyrirtækið sinnir því mikilvæga verkefni að útvega heilbrigðisstofnunum lífsnauðsynleg lyf og lækningatæki og koma þeim á öruggan og ábyrgan hátt í hendur heilbrigðisstarfsmanna, apóteka og í sumum tilfellum beint til sjúklinga. Þessu hlutverki fylgir mikil ábyrgð enda geta lyf og lækningatæki verið viðkvæm vara sem þarfnast sérstakrar meðhöndlunar við flutning og geymsluskilyrði þannig að gæði og virkni þeirra sé tryggð.
Parlogis ber ábyrgð á aðfangakeðju um það bil
40%
lyfjamarkaðarins á Íslandi
700
pantanir afgreiddar daglega úr vöruhúsi Parlogis
234.000
Fjöldi pantana afgreiddar hjá Parlogis 2023
Áreiðanleiki pantana er yfir
99,9%
Velferðalag Icepharma
Árið 2024 var ár framfara hjá velferðartæknideild Icepharma. Lögð var áhersla á að kynna og innleiða nýjar tæknilausnir sem bæta heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Áframhaldandi kynning á Evondos sjálfvirka lyfjaskammtaranum var einn af hápunktunum. Til dæmis gaf heimahjúkrun HSN á Akureyri yfir 50.000 skammta með aðstoð tækisins, sem jók meðferðarheldni og minnkaði álag á hjúkrunarfræðinga.
Deildin hélt einnig kynningar og tók þátt í ráðstefnum, þar á meðal Velferðartæknimessu á Ólafsfirði og Sjónaukanum á Akureyri, þar sem hún fjallaði um nýsköpun og framtíðartækifæri í velferðartækni.

Einnig átti deildin mikilvæg samtöl við hagaðila, þar á meðal heilbrigðisráðuneytið, um hvernig tækninýjungar geti stutt við heilbrigðisþjónustu, aukið öryggi og bætt lífsgæði. Slíkt samtal er lykilatriði til að mæta áskorunum framtíðar og tryggja að kerfið nýti tæknina sem best.
Með þessum aðgerðum undirstrikar Icepharma leiðtogahlutverk sitt í að móta öflugt heilsu- og velferðarsamfélag framtíðarinnar.
Helga Dagný Sigurjónsdóttir
Helga Dagný er framkvæmdastjóri Icepharma Velferð. Hún fer hér yfir nokkrar helstu áskoranir í daglegum rekstri heilbrigðisstofnana og hvernig velferðartækni getur verið stór hluti af lausninni.
Helga Dagný Sigurjónsdóttir
Helga Dagný er framkvæmdastjóri Icepharma Velferð. Hún fer hér yfir nokkrar helstu áskoranir í daglegum rekstri heilbrigðisstofnana og hvernig velferðartækni getur verið stór hluti af lausninni.
Kvenheilsa í fyrirrúmi
Heilsa kvenna er einn af hornsteinum almannaheill og samfélagslegrar velferðar. Með markvissri fræðslu og aukinni vitund er hægt að stuðla að betri heilsu, forvörnum og velferð kvenna á öllum æviskeiðum. Ósar leggja ríka áherslu á að efla umræðu um kvenheilsu og stuðla að auknu aðgengi að bæði vörum, þjónustu og fræðslu sem bæta lífsgæði kvenna.
Á undanförnum misserum hefur Icepharma, dótturfélag Ósa, skipulagt fjölda viðburða og haldið úti öflugri fræðslu um kvenheilsu. Með samstarfi við sérfræðinga, heilbrigðisstarfsfólk og hagsmunaaðila hefur fyrirtækið stuðlað að aukinni vitund um mikilvægi fyrirbyggjandi aðgerða, nýjustu meðferðarúrræða og bættrar heilsu kvenna í samfélaginu.
Í gegnum þessa nálgun endurspeglar Ósar skýra sýn sína um að stuðningur við kvenheilsu sé ekki aðeins nauðsyn heldur líka grundvöllur heilbrigðs samfélags. Með áframhaldandi fræðslu og nýsköpun leggur Ósar sitt af mörkum til að tryggja betri heilsu kvenna í dag og til framtíðar.
Ásdís Ragna Einarsdóttir
Ásdís Ragna starfar sem sérfræðingur hjá heilsudeild Icepharma en hún hefur um árabil veitt heilsuráðgjöf til kvenna.
Ásdís Ragna Einarsdóttir
Ásdís Ragna starfar sem sérfræðingur hjá heilsudeild Icepharma en hún hefur um árabil veitt heilsuráðgjöf til kvenna.
Heilsuefling starfsfólks Ósa
Hjá Ósum leggjum við ríka áherslu á heilsueflingu starfsfólks, enda er heilbrigður og öflugur vinnustaður forsenda árangurs. Sem lífæð heilbrigðis vinnum við ekki aðeins að velferð samfélagsins heldur einnig að vellíðan okkar eigin starfsfólks.
Heilsuvika Ósa, haldin dagana 11.–15. nóvember 2024, var tileinkuð hreyfingu, næringu og andlegri vellíðan. Dagskráin bauð upp á fjölbreytta viðburði, þar á meðal sameiginlegar æfingar, göngur, fræðslu um meltingu og þarmaflóru og vitundarvakningu um mikilvægi núvitundar og hugarró. Með slíkum verkefnum styrkjum við ekki aðeins heilsu starfsfólks heldur einnig menningu okkar sem vinnustaðar þar sem vellíðan, heilbrigði og samhugur eru í forgrunni.
Heilsusamlegt mataræði á Brasserie Ósar
Á Brasserie Ósar er lögð lykiláhersla á hollt og heilnæmt fæði. Starfsfólki Ósa og dótturfélaga stendur til boða heitur matur í hádeginu og þá er lagt mikið upp úr salatbar þar sem er mikið og gott úrval af hollu meðlæti. Á Brasserie Ósum hefur starfsfólk aðgang að vatnsstöð með hreinu og köldu vatni, vítamínum og bætiefnum. Sömuleiðis hefur starfsfólk aðgengi að heilsusamlegum morgunverði. Utan hefðbundins opnunartíma Brasserie Ósa hafa starfsmann möguleika á að grípa sér hollt millimál.
Starfsfólk Ósa sýndi mikinn samhug og eldmóð í febrúar 2024 með því að taka þátt í Lífshlaupinu, árlegri hreyfikeppni Íþrótta-
Sem hluti af stefnu sinni um sjálfbærni og heilsueflingu hefur Ósar fjárfest í nýrri læstri hjólageymslu fyrir starfsfólk sitt. Með
Í takt við stefnu sína um vellíðan og heilbrigði starfsmanna hefur Ósar hafið reglulega jógatíma í hádeginu, sem fara fram