
Ósar hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2024
17/02/2025
Ósar hlaut Jafnvægisvogina, við hátíðlega athöfn Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), sem haldin var í október 2024.
Dr. Ásta Dís Óladóttir, prófessor við Háskóla Íslands og formaður Jafnvægisvogarinnar opnaði hátíðina og hrósaði stjórnendum fyrir eftirtektarverðan árangur í jafnréttismálum.
Þá flutti Katrín Jakobsdóttir einkar skemmtilegt og hvetjandi ávarp og fór yfir stöðuna í jafnréttismálum í samfélaginu almennt og uppskar mikið lófaklapp.
Yfirlýst markmið Jafnvægisvogarinnar er að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi en í dag eru konur eingöngu 24% framkvæmdastjóra fyrirtækja á Íslandi. Ósar eru þess vegna vel að viðurkenningunni komin þar sem kynjahlutfall er hnífjafnt í stjórn og framkvæmdastjórn samstæðunnar.
Á undanförnum árum hafa rannsóknir á málefninu leitt í ljós mikilvægi kynjajafnrar forystu. Fyrirtæki með slíkt jafnvægi sýna alla jafna betri stjórnunarhætti, leggja aukna áherslu á samfélagslega ábyrgð og sýna fram á aukin gæði í þjónustu og rekstri.
Fleiri fréttir
Prjónahópur ÓSA ákvað að láta gott af sér leiða og prjónaði vettlinga og sokka fyrir skjólstæðinga Frú Ragnheiðar. Frú Ragnheiður
Akademía Icepharma var haldin með pompi og prakt í byrjun september þar sem starfsfólki apóteka á höfuðborgarsvæðinu var boðið að
Heimurinn er að breytast og meðalaldur fer hækkandi. Breyting á aldurssamsetningu þjóðarinnar með auknum fjölda eldri borgara mun gera auknar