Ósar hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2024

17/02/2025

Ósar hlaut Jafnvægisvogina, við hátíðlega athöfn Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), sem haldin var í október 2024.  

Dr. Ásta Dís Óladóttir, prófessor við Háskóla Íslands og formaður Jafnvægisvogarinnar opnaði hátíðina og hrósaði stjórnendum fyrir eftirtektarverðan árangur í jafnréttismálum. 

Þá flutti Katrín Jakobsdóttir einkar skemmtilegt og hvetjandi ávarp og fór yfir stöðuna í jafnréttismálum í samfélaginu almennt og uppskar mikið lófaklapp. 

Yfirlýst markmið Jafnvægisvogarinnar er að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi en í dag eru konur eingöngu 24% framkvæmdastjóra fyrirtækja á Íslandi. Ósar eru þess vegna vel að viðurkenningunni komin þar sem kynjahlutfall er hnífjafnt í stjórn og framkvæmdastjórn samstæðunnar. 

Á undanförnum árum hafa rannsóknir á málefninu leitt í ljós mikilvægi kynjajafnrar forystu. Fyrirtæki með slíkt jafnvægi sýna alla jafna betri stjórnunarhætti, leggja aukna áherslu á samfélagslega ábyrgð og sýna fram á aukin gæði í þjónustu og rekstri. 

Fleiri fréttir