Samskipti og hlítni
Ábendingar um misferli
Hér er hægt að senda inn ábendingar um misferli. Misferli felur t.d. í sér að Ósar eða starfsmenn Ósa hafi í störfum sínum orðið uppvísir að ólöglegu athæfi, valdið öðrum tjóni eða brotið gegn siða- og/eða samskiptareglum.
Senda ábendingu um misferli (opnast í póstforriti)
Ábending verður að byggja á rökstuddum grun um hugsanlegt misferli eða brot.Tilkynningar eru mótteknar af KPMG sem vinnur úr tilkynningum og sendir þær nafnlausar til framkvæmdastjóra gæðasviðs Ósa. Ósar vinnur úr öllum tilkynningum sem berast. Sá sem sendir inn ábendinguna verður ekki sjálfkrafa aðili máls og getur ekki krafist upplýsinga um stöðu rannsóknar eða þróun mála. Ef tilkynning varðar brot á lögum er slíkt ávallt tilkynnt til lögreglu.
Hver getur sent inn ábendingu?
Hver sá sem telur sig hafa upplýsingar um hugsanlegt misferli eða brot í störfum Ósa getur sent inn ábendingu. Þetta á bæði við um starfsmenn Ósa og aðra.
Hvað gerist eftir að ábending hefur verið send inn?
Þegar Ósa hefur móttekið tilkynninguna nafnlaust frá KPMG fer af stað skilgreint ferli innanhúss hjá Ósum. Hver ábending er skoðuð og farvegur hennar ákveðinn. Rannsókn getur farið fram innanhúss hjá með eða án aðkomu KPMG eða lögreglu. Ósar getur líka falið KPMG eða lögreglu rannsókn málsins án sinnar aðkomu, allt eftir eðli málsins.
Hvaða upplýsingar eru nauðsynlegar?
Öll sönnunargögn eru eftirsóknarverð en þó ekki nauðsynleg. Rökstuddur grunur um misferli eða brot verður samt sem áður að vera til staðar. Ósar hvetur tilkynnanda ekki til þess að afla nánari sönnunargagna á eigin vegum.