Saman myndum við lífæð heilbrigðis
Ósar stuðlar að bættri heilsu og vellíðan landsmanna með öflugu framboði lyfja, lækningatækja, rekstrarvara og heilsueflandi vara ásamt víðtækri vörustjórnunar- og dreifingarþjónustu.
Með yfirgripsmikilli reynslu og þekkingu starfsfólks, öflugu framboði lyfja, lækningatækja, rekstrarvara og heilsueflandi vara og víðtækri vörustjórnunar- og dreifingarþjónustu, vinnum við markvisst að því að þjónusta heilbrigðisgeirann, auka lífsgæði einstaklinga og stuðla að bættu heilsu og vellíðan landsmanna.
Félög með fallega sögu
Dótturfélög Ósa eiga sér djúpar rætur í íslensku samfélagi enda má rekja sögu þeirra aftur til ársins 1919 þegar Stefán Thorarensen stofnaði Laugavegsapótek. Ósar veitir dótturfélögunum stoðþjónustu á sviði upplýsingatækni, mannauðsstjórnunar, við umsýslu fjármála og í tengslum við hlítni og gæðastarf þannig að dótturfélögin geti hvert fyrir sig einbeitt sér að kjarnastarfsemi sinni.
Icepharma
Icepharma
Icepharma er rótgróið þekkingarfyrirtæki á íslenskum heilbrigðis- og neytendamarkaði og á í samstarfi við fjölmörg alþjóðleg lyfjafyrirtæki og þjónustar þau á margvíslegan hátt. Icepharma er einnig umboðs- og þjónustuaðili fjölbreyttra hjúkrunar- og heilbrigðisvara, rannsóknar- og stoðtækja og annarra vara sem ætlaðar eru fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Til viðbótar er Icepharma umboðsaðili fjölmargra heilsueflandi vörumerkja, s.s. vítamína, bætiefna, lífrænna matvæla og, íþróttafatnaðar sem seldur er neytendum í gegnum eigin vefverslanir eða í gegnum þriðja aðila.Parlogis
Parlogis
Parlogis hefur afar mikilvægu hlutverki að gegna innan samstæðunnar en félagið annast meðal annars innkaup, innflutning, vörustjórnun og birgðastýringu. Vöruhús Parlogis eru sérhæfð fyrir lyf, lækningatæki og heilbrigðisvörur og þaðan annast Parlogis dreifingu varanna til viðskiptavina um land allt.Samfélagsleg ábyrgð okkar allra
Áhersla á sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð Ósa og dótturfélaganna hefur vaxið jafnt og þétt og því gleður það okkur mjög að birta sameiginlega samfélagsskýrslu sem tekur til allrar samstæðunnar. Skýrslan gefur góða mynd af starfseminni og því mikilvæga hlutverki sem félögin gegna í samfélagslegu tilliti.