Áframhaldandi fjárfestingar í heilsu og heilbrigði landsmanna
Ósar fjárfestu á liðnu ári í fyrirtækjum sem öll eiga það sameiginlegt að tengjast heilsu og heilbrigði á einn eða annan hátt.
Góð heilsa og aðferðir til að efla hana eru í forgrunni í allri okkar starfsemi og með öflugu framboði lyfja, lækningatækja, rekstrar- og heilsueflandi vara, ásamt víðtækri vörustjórnunar- og dreifingarþjónustu fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi, sinnum við stolt því lykilhlutverki að efla heilsu og heilbrigði landsmanna.
Fjárfestingar ársins í nýrri heilsutengdri starfsemi styðja þannig við lykilmarkmið samstæðunnar og endurspegla hlutverk hennar sem lífæð heilbrigðis í íslensku samfélagi.
Fjárfestingar á árinu.
Ósar fjárfestir í Greenfit
Eitt af fjárfestingarverkefnum Ósa á síðastliðnu ári voru kaup á hlut í félaginu Greenfit ehf. Félagið hefur á undanförnum árum verið leiðandi í heilsufarsmælingum hér á landi og fellur starfsemi fyrirtækisins því vel að framtíðarsýn samstæðunnar sem snýr að heilsueflingu landsmanna.
Fjárfestingar á árinu
Icepharma – Velferð
Nýlega stofnað velferðartæknisvið Icepharma spilar mikilvægt hlutverk í heilbrigðis- og velferðarsamfélaginu með því að bjóða vörur og þjónustu sem miða að því að efla og viðhalda heilsu landsmanna. Sviðið verður leiðandi í mótun heilsu- og velferðarsamfélags framtíðarinnar með því að bjóða upp á nýskapandi lausnir fyrir íslenskt samfélag.
Fjárfestingar á árinu
Tannheilsusvið Icepharma lítur dagsins ljós
Fyrirtækið E. Bridde, sem sérhæfir sig í tannlækningavörum, var keypt á árinu 2023 og með fyrirtækinu kom Straumann sem er í fremstu röð í tannplöntum og tannréttingaskinnum. Tannheilsusvið Icepharma leggur áherslu á markaðssetningu vöru í hæsta gæðaflokki sem tengist lausnum á sviði tannlækninga.
Miðstöð heilsu
Eitt af stærstu verkefnum Ósa er uppbygging heilsubyggðar á Arnarneshálsi í Garðabæ en þar verða framtíðarhöfuðstöðvar Ósa. Auk höfuðstöðva mun byggðin annars vegar samanstanda af rúmgóðum hágæðaíbúðum sem bjóða upp á möguleika á hátæknivæðingu fyrir 50 ára og eldri. Hins vegar mun byggðin hýsa miðstöð fyrirtækja sem sérhæfa sig í heilbrigðisþjónustu, þróun og nýsköpun í heilsueflandi starfsemi.
,,Á Arnarlandi mun myndast klasi heilsutæknifyrirtækja í kraftmiklu umhverfi sem tengir saman fólk, fyrirtæki og sprota sem í sameiningu mun leysa hluta af þeim framtíðaráskorunum sem heilbrigðiskerfið og íslenskt samfélag stendur frammi fyrir.
Með umhverfis- og sjálfbærnimál að leiðarljósi verður skipulag hverfisins með þeim hætti að það uppfylli skilyrði um BREEAM vistvottun. Vottunin hefur það markmið að tryggja efnahagslegan og samfélagslegan ávinning á sama tíma og dregið er úr umhverfisáhrifum. Þannig styður verkefnið við stefnur og gildi samstæðunnar um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð.”
Hálfdan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Parlogis,
leiðir uppbyggingu á atvinnuhluta landsins fyrir hönd Ósa.
„Á Arnarlandi mun myndast klasi heilsutæknifyrirtækja í kraftmiklu umhverfi sem tengir saman fólk, fyrirtæki og sprota sem í sameiningu mun leysa hluta af þeim framtíðaráskorunum sem heilbrigðiskerfið og íslenskt samfélag stendur frammi fyrir.”
Hálfdan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Parlogis, leiðir uppbyggingu á atvinnuhluta landsins fyrir hönd Ósa.
Gæði og örugg dreifing
Parlogis hefur ríku hlutverki að gegna gagnvart þeim sem glíma við veikindi og sinnum því mikilvæga verkefni að útvega heilbrigðisstofnunum lífsnauðsynleg lyf og lækningatæki og koma þeim á öruggan og ábyrgan hátt í hendur heilbrigðisstarfsmanna, apóteka og í sumum tilfellum beint til sjúklinga. Þessu hlutverki fylgir mikil ábyrgð enda geta lyf og lækningatæki verið viðkvæm vara sem þarfnast sérstakrar meðhöndlunar við flutning og geymsluskilyrði þannig að gæði og virkni þeirra sé tryggð.
Hlutfall kvenna í stjórn samstæðunnar
Parlogis ber ábyrgð á aðfangakeðju um það bil
40%
lyfjamarkaðarins á Íslandi
700 pantanir
afgreiddar daglega úr vöruhúsi Parlogis
87%
starfsfólks tók þátt í fræðslustarfi á árinu
234.000
Fjöldi pantana afgreiddar hjá Parlogis 2023
Áreiðanleiki pantana er undantekningalaust yfir 99,9%
Heilsutengdir viðburðir og þjóðarátök
Ósar leggur ríka áherslu á heilsueflingu og er þátttakandi í fjölmörgum heilsutengdum viðburðum og öðrum heilsuátökum á landsvísu. Má þar nefna Bleikan október, Mottumars, íþróttamót, samstörf við íþróttafélög, styrki til íþrótta- og afreksfólks og þar fram eftir götunum.
Það er trú okkar að með því að styðja við allskyns heilstengda viðburði og hvetja til umræðu og fræðslu í samfélaginu um heilsu og heilbrigði, sköpum við öflugra og sterkara samfélag, landsmönnum og framtíðarkynslóðum til heilla.
Icepharma styrkir Krabbameinsfélagið um 150kr. af hverjum seldum Curaprox tannbursta merktum Bleiku slaufunni. Icepharma tekur þátt í söfnunarátaki Bleiku slaufunnar
Akademía Icepharma var haldin með pompi og prakt í byrjun september þar sem starfsfólki apóteka á höfuðborgarsvæðinu var boðið að
Mars er mættur sem þýðir að Mottumars er hafinn. Eins og fyrri ár er hann tileinkaður baráttunni gegn krabbameinum hjá
Heilsa starfsfólks í fyrirrúmi
Mannauðurinn er okkar mikilvægasta auðlind sem við leggjum okkur fram við að hlúa að. Við vitum að fjölmargir þættir, líkamlegir, félagslegir sem og andlegir, hafa áhrif á það hvernig starfsfólki líður á vinnustaðnum og utan hans. Markmið okkar er að skapa öruggt, gott og heilsumiðað starfsumhverfi þannig að vinnan geti stuðlað að auknum lífsgæðum starfsfólks.
Heilsuvikur Ósa
Heilsuvikur Ósa fóru fram í september 2023 og voru liður í að stuðla að bættum lífsgæðum og vellíðan starfsfólks. Markmiðið með heilsuvikum Ósa var að skoða hvaða merkingu heilsa hafði fyrir hvern og einn og innleiða góðar venjur án öfga. Um var að ræða sex vikna fræðslu þar sem nýtt og áhugavert þema var kynnt í hverri viku ásamt fræðslu tengt þemanu. Þjálfunina skipulögðu þær Sif Svavarsdóttir á mannauðssviði, Þuríður Hrund Hjartadóttir á heilsu- og íþróttasviði og Kolbrún Pálína Helgadóttir á markaðssviði.
Í lok hverra viku var boðið upp á létt heilsuspjall þar sem þátttakendur komu saman og gátu sótt stuðning og hvatningu hjá hvor öðrum sem og leiðbeinendum. Gleðin sem fylgdi verkefninu smitaðist um allt fyrirtækið og ýtti af stað frábærum lífstílsbreytingum hjá mörgum. Hin ýmsu hvatningarverðlaun voru veitt á tímabilinu fyrir árangur af ýmsum toga.
Heilsusjóður Ósa
Á árinu 2023 var stofnaður styrktarsjóður með það að markmiði að hvetja starfsfólk til aukinnar heilsueflingar og efla liðsandann innan fyrirtækisins. Í kjölfarið urðu til fjölmargir hópar, þvert á deildir og svið samstæðunnar, sem skipulögðu reglulegar hreyfi- og samverustundir. Má þar nefna fótboltaklúbb, sem stundaði knattspyrnu vikulega, prjónahóp sem hittist reglulega til prjónaskapar, golfhóp sem skipulagði keppnir innan fyrirtækisins, og gönguhóp sem skipulagði lengri gönguferðir. Einnig fengu stangveiðihópurinn styrk vegna námskeiðs, sjósundshópur fyrir kortum í sjósund, jóga-hópur fyrir tíma í Jóga Nídra og svo var árleg heimsókn Dr. Bæk til að yfirfara hjól starfsmanna fyrir sumarið styrkt af sjóðnum.
Styrktarsjóðurinn kom til viðbótar þeirri áralöngu hefð Ósa að niðurgreiða líkamsrækt fyrir starfsfólk, sem stór hluti starfsfólks nýtti sér sömuleiðis á liðnu ári.
Heilsusamlegt mataræði
Á Brasserie Ósar er lögð lykiláhersla á hollt og heilnæmt fæði. Starfsfólki stendur til boða heitur matur í hádeginu og þá er lagt mikið upp úr salatbar þar sem er mikið og gott úrval af hollu meðlæti. Sömuleiðis hefur starfsfólk aðgengi að heilsusamlegum morgunverði og millimáli.