Heilbrigði

Hlutverk okkar og markmið er að auka lífsgæði fólks og vera leiðandi í framboði á fjölbreyttum vörum tengdum forvörnum, heilsu og heilbrigðum lífsstíl.

Lykilhlutverk í heilbrigði landsmanna

Heilbrigði og heilsu má skilgreina sem getu og hæfni einstaklings til að aðlagast og vera við stjórnvölinn þegar hann mætir líkamlegum, andlegum og félagslegum áskorunum í lífinu. Hlutverk okkar og markmið er að styðja við heilbrigðiskerfið og þá einstaklinga sem mæta slíkum áskorunum á lífsleiðinni og vera leiðandi í framboði á fjölbreyttum vörum tengdum forvörnum, heilsu og heilbrigðum lífsstíl.

Við höfum ríku hlutverki að gegna gagnvart þeim sem glíma við veikindi og sinnum því mikilvæga verkefni að útvega heilbrigðisstofnunum lífsnauðsynleg lyf og lækningatæki og koma þeim á öruggan og ábyrgan hátt í hendur heilbrigðisstarfsmanna, apóteka og í sumum tilfellum beint til sjúklinga og einstaklinga.

Starfsmenn samstæðunnar gegna einnig lykilhlutverki sem bakhjarl heilbrigðiskerfisins við ráðgjöf og miðlun upplýsinga til heilbrigðisstarfsmanna og í mörgum tilfellum beint til sjúklinga og aðstandenda þeirra. Slík ráðgjöf starfsmanna samstæðunnar byggir á faglegri þekkingu og reynslu sem spannar afar breitt svið.

Hjörtur Gunnlaugsson

Hjörtur er framkvæmdastjóri Heilbrigðissviðs Icepharma. Hér segir Hjörtur frá fjölbreyttum verkefnum sviðsins og mikilvægu hlutverki þeirra sérfræðinga sem þar starfa.

Hjörtur stundar bæði hlaup og hjólreiðar af kappi og var meðal annars einn af meðlimum Icepharma í Cyclothon hjólakeppninni sem haldin var í júní 2021.

Sigríður Ermarsundskappi

,,Í ágúst 2021 þurfti ég að gangast undir ristilstómaaðgerð sem gekk vel og í kjölfarið fékk ég góða aðstoð frá stómahjúkrunarfræðingum Landsspítalans. Þegar lífið fór loks að taka á sig eðlilega mynd eftir aðgerðina og ég að stunda minn virka lífsstíl þá fór hins vegar fyrst að kræla á vandamálum sem enginn virtist hafa lausn á. Það var svo komið að ég var við það að gefast upp þegar mér var bent á að hafa samband við Geirþrúði, stómasérfræðing á heilbrigðissviði Icepharma. Eftir það fóru hlutirnir að þróast í réttan farveg en hún hefur verið óþreytandi að fræða mig, benda mér á nýjar stómavörur til að prófa og hvatt mig áfram þegar þolinmæðin hefur verið á þrotum. Í dag lít ég ekki á stóma sem neina hindrun því ég veit með þeirri aðstoð sem ég hef fengið get ég sigrað allar þær áskoranir sem á vegi mínum verða.’’

Lesa frétt

Heilsuefling er okkar hjartans mál!

Heilsuefling miðar að því að hafa áhrif á lífsstíl fólks og gera því kleift að lifa heilsusamlegu lífi. Við efnum til samstarfs við einstaklinga og félög og leggjum áherslu á fjölbreytni og jafnrétti þegar kemur að vali á samstarfsaðilum. Við leggjum ekki síður áherslu á að þeir einstaklingar og hópar sem veljast til samstarfs teljist jákvæðar fyrirmyndir í hátterni og líferni og líklegir til þess að hefja heilsueflandi lífsstíl til vegs og virðingar.

Þrátt fyrir að stór hluti ársins 2021 hafi einkennst af heimsfaraldri og samkomutakmörkunum tókst okkur að efna til og taka þátt í ýmsum heilsueflandi samstarfsverkefnum og viðburðum enda mikilvægi heilsueflingar sjaldan verið meira.

Þuríður Hrund Hjartardóttir

Þuríður Hrund er framkvæmdastjóri Heilsu- og íþróttasviðs Icepharma. Hér segir Þuríður frá samstarfsverkefnum sem efnt var til á árinu 2021 og stefnu félagsins þegar kemur að styrkveitingum til verkefna sem styðja við heilsueflingu.

Þuríður er fyrrum handknattleikskona og markþjálfi og nýtir sér þá reynslu og tækni jafnt í leik sem og í starfi. Þuríður er iðin og óhrædd við að prófa nýjungar þegar kemur að hreyfingu og heilsueflandi áskorunum og stundar m.a. útivist og fjallgöngur af kappi.

,,Samstarfið við íþróttasvið Icepharma hefur gagnast mér virkilega vel. Það hefur hjálpað mér að geta stundað mína íþrótt af krafti og að ég geti klæðst mínu uppáhalds vörumerki.

Samstarfið hefur verið virkilega gott, bæði góð samskipti og frábær þjónusta. Ég er mjög ánægð með samstarfið við íþróttasvið Icepharma.’’

Sveindís Jane, landsliðskona í knattspyrnu.

Arnar Péturs er þrautreyndur hlaupari og afreksíþróttamaður sem Icepharma hefur stutt og átt í samstarfi við undanfarin ár. Hér segir Arnar okkur á áhugaverðan hátt frá samstarfi sínu við íþróttasvið Icepharma, hvaða þýðingu styrkveitingar hafa fyrir íþróttafólk almennt og því mikilvæga hlutverki sem íþróttafólk gegnir almennt sem samfélagslega ábyrgar fyrirmyndir.

Vörutorg Icepharma

Í upphafi árs var Vörutorg Icepharma kynnt til leiks og formlega tekið til notkunar. Vörutorgið er aðgengileg vefverslun fyrir fyrirtæki og stofnanir þar sem viðskiptavinir geta skoðað fjölbreytt vöruframboð, framkvæmt leit, kallað fram ítarlegar upplýsingar um vörur og framleiðendur. Um 360 viðskiptavinir hafa í dag aðgang að Vörutorgi Icepharma þar sem þeir geta pantað vörur með rafrænum hætti og kallað fram yfirlit yfir fyrri pantanir og kaupsögu og nýtt sér svokölluð flýtikaup sem gera þeim kleift að panta sömu vöruna endurtekið með afar skjótum hætti. Fjöldi notenda notar torgið einnig sem upplýsingavef og eru heimsóknir inn á vef Vörutorgsins að meðaltali um 3000 í hverjum mánuði. Icepharma er beintengt við Parlogis sem sér um tiltekt og afhendingu á vörum til viðskiptavina Icepharma og þannig er kaupferlið milliliðalaust og afar einfalt, hraðvirkt og þægilegt fyrir viðskiptavini.

Nokkur þeirra vörumerkja sem finna má á Vörutorgi Icepharma

,,Vörutorgið er kærkomin lausn við að nálgast þær vörur sem bjóðast. Mikilvægt er að geta leitað með auðveldum hætti að þeirri vöru sem óskað er, fá verð og lagerstöðu strax. Vörutorgið geymir fyrri pantanir, reikninga og aðrar þær upplýsingar sem gagnast við rekjanleika.

Þórunn A. Einarsdóttir , skurðhjúkrunarfræðingur  
Klíníkin Ármúla