Ósar hf. leita að metnaðarfullum og framsýnum einstaklingi til að veita upplýsingatæknimálum og stafrænni vegferð fyrirtækisins forstöðu.
Framundan er spennandi og metnaðarfull vegferð sem hefst með stefnumótun meðal samstarfsaðila og viðskiptavina.

Markmið Ósa er að veita dótturfélögum og viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og notendaupplifun. Til þess þurfa grunninnviðir að vera öruggir, aðgengilegir og traustir, kerfi að vera notendavæn og skilvirk og þjóna sínu hlutverki vel. Rík þjónustulund og gott samstarf eru í hávegum höfð og stöðugt þarf að leita tækifæra til nýsköpunar og umbóta ásamt því að leitast við að sýna hagkvæmni í rekstri.

Hefur þú víðtæka reynslu af stjórnun, stefnumótun og innleiðingu á stefnu í upplýsingatækni?

Hefur þú metnað og góða samskiptahæfni til að leiða stafræna vegferð Ósa?

Helstu verkefni

 • Ábyrgð á upplýsingatæknistefnu og stafrænni þróun Ósa
 • Ábyrgð á rekstri upplýsingatæknideildar, s.s. skipulagi, mannauði og áætlanagerð
 • Ábyrgð á samskiptum er varða rekstur og þróun upplýsingatæknimála dótturfélaga
 • Ábyrgð á samskiptum við úttektaraðila sem varða upplýsingatæknimál
 • Breytingastjórnun og ábyrgð á innleiðingum kerfa

Menntunar- og hæfnikröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi, s.s. tölvunarfræði, verkfræði eða sambærileg
 • Farsæl reynsla í starfi og þekking á upplýsingatæknimálum
 • Reynsla af innleiðingu breytinga
 • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund
 • Hæfni til að miðla upplýsingum
 • Gott vald á íslensku og ensku

Við hvetjum hæfileikaríkt fólk til að sækja um starfið, óháð kyni. Umsóknir óskast fylltar út á vef Hagvangs, hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til og með 4. október. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is.