Atvinnutækifæri hjá Ósum

Ósar er félag á sviði lýðheilsu og heilbrigðis með það hlutverk að veita vandaða og faglega stoðþjónustu fyrir dótturfélögin, Icepharma hf., Parlogis ehf. og LYFIS ehf.

Hjá Ósum eru mannauðssvið, gæðasvið og fjármálasvið með samtals 25 starfsmenn en að dótturfélögum meðtöldum eru starfsmenn í heildina 180 talsins. Starfsfólk Ósa og dótturfélaga býr yfir yfirgripsmikilli reynslu og þekkingu varðandi lyf og lækningar, hjúkrun, endurhæfingu, íþróttir, hreyfingu og heilsueflandi neytendavörur.

Hér að neðan má sjá yfirlit yfir laus störf hjá Ósum.

Deildarstjóri upplýsingatækni

Ósar hf. leita að metnaðarfullum og framsýnum einstaklingi til að veita upplýsingatæknimálum og stafrænni vegferð fyrirtækisins forstöðu.

Vilt þú leiða stafræna vegferð Ósa?

Framundan er spennandi og metnaðarfull vegferð sem hefst með stefnumótun meðal
samstarfsaðila og viðskiptavina.

NÁNAR UM STARFIÐ