Tannheilsudeild lítur dagsins ljós
15/01/2024
Fyrirtækið E. Bridde, sem sérhæfir sig í tannlækningavörum, var keypt á árinu 2023 og með fyrirtækinu kom Straumann sem er í fremstu röð í tannplöntum og tannréttingaskinnum. Í kjölfarið var stofnuð Tannheilsudeild hjá Icepharma. Tannheilsudeildin leggur áherslu á markaðssetningu vara í hæsta gæðaflokki sem tengjast lausnum á sviði tannlækninga. Í deildinni starfa þrír starfsmenn sem hafa áratuga reynslu af tannheilsu og þjónustu við tannlækna.
Tannheilsudeild Icepharma býður vörur frá heimsþekktum framleiðendum sem tannlæknar þekkja og treysta. Framleiðendurnir eiga það allir sameiginlegt að vera leiðandi á sínu sviði hvort sem um er að ræða kröfur til gæða eða áreiðanleika.
Nánar má lesa um Tannheilsudeild Icepharma hér.
Fleiri fréttir
Icepharma hefur hafið samstarf við PROSENSO um sölu og markaðssetningu á byltingarkenndum ósterílum hönskum hérlendis. Þetta eru nítril hanskar án
H verslun heldur áfram að vaxa og á haustmánuðum opnaði ný boltabúð á Bíldshöfða og hefur hún hlotið góðar
Þar sem Ísland er lítil eyja með aðeins um 360.000 íbúa er framboð markaðssettra lyfja og lækningatækja mun minna en