12/10/2022

Ósar er til fyrirmyndar

Í dag afhenti Eliza Reid, forsetafrú, Ósum viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar sem er hreyfiaflsverkefni FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu á ráðstefnunni Jafnrétti er ákvörðun.

Viðurkenninguna hlutu þau félög sem höfðu náð að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnar en Ósar hefur frá upphafi státað af jöfnu kynjahlutfalli karla og kvenna í stjórn samstæðunnar.

Rannsóknir sýna að fyrirtæki sem hafa sambærilegt hlutfall karla og kvenna í stjórn og hærri stjórnunarstöðum eru betur rekin, huga betur að samfélagsábyrgð, veita betri þjónustu og leggja meiri áherslu á gæði.

Við erum einstaklega þakklát og stolt fyrir viðurkenninguna enda eru jafnréttismál okkur hjartans mál.

Á meðfylgjandi mynd má sjá þau Maríu Bragadóttur, fjármálastjóra Ósa og Hörð Þórhallsson, forstjóra Ósa, með viðurkenninguna.

Fleiri fréttir

Heilsuvika Ósa

November 10th, 2021|

Í síðustu viku var heilsuvika Ósa haldin þar sem markmið var að virkja starfsfólk til að huga að heilsunni saman. Alla daga vikunnar var boðið upp á fjölbreytta heilsueflandi dagskrá þar sem starfsfólk ýmist miðlaði

Lífsnauðsynlegt lyf að utan á 24 klukkustundum

November 8th, 2021|

Þar sem Ísland er lítil eyja með aðeins um 360.000 íbúa er framboð markaðssettra lyfja og lækningatækja mun minna en t.d. í nágrannalöndunum. Sú staðreynd gerir það að verkum að heilbrigðiskerfið þarf í meira mæli