12/10/2022

Ósar er til fyrirmyndar

Í dag afhenti Eliza Reid, forsetafrú, Ósum viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar sem er hreyfiaflsverkefni FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu á ráðstefnunni Jafnrétti er ákvörðun.

Viðurkenninguna hlutu þau félög sem höfðu náð að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnar en Ósar hefur frá upphafi státað af jöfnu kynjahlutfalli karla og kvenna í stjórn samstæðunnar.

Rannsóknir sýna að fyrirtæki sem hafa sambærilegt hlutfall karla og kvenna í stjórn og hærri stjórnunarstöðum eru betur rekin, huga betur að samfélagsábyrgð, veita betri þjónustu og leggja meiri áherslu á gæði.

Við erum einstaklega þakklát og stolt fyrir viðurkenninguna enda eru jafnréttismál okkur hjartans mál.

Á meðfylgjandi mynd má sjá þau Maríu Bragadóttur, fjármálastjóra Ósa og Hörð Þórhallsson, forstjóra Ósa, með viðurkenninguna.

Fleiri fréttir

Ósar er til fyrirmyndar

October 12th, 2022|

Í dag afhenti Eliza Reid, forsetafrú, Ósum viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar sem er hreyfiaflsverkefni FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu á ráðstefnunni Jafnrétti er ákvörðun. Viðurkenninguna hlutu þau félög sem höfðu náð að jafna hlutfall kynja í

Fyrst með stóma yfir Ermarsundið

May 9th, 2022|

Sigríður Lárusdóttir 57 ára lífeindafræðingur lætur ekkert stoppa sig og ætlar sér að taka þátt í boðsundi yfir Ermarsundið þrátt fyrir að vera með stóma. Icepharma gerðist nýlega stoltur styrktaraðili Sigríðar og vill leggja sitt

Safna fyrir Úkraínu með því að selja teikningar

March 11th, 2022|

Þeir Helgi Hrafn Magnússon og Kjartan Gestur Guðmundsson í 4. bekk Brekkuskóla á Akureyri komust í fréttirnar á dögunum fyrir eftirtektarvert framtak sitt í bænum. Þeir gerðu sér lítið fyrir og seldu myndlist sína í